Óli á Keldulandi, fálkar og þjófar..

Þú ert nú meiri fálkinn er gjarnan sagt ef einhver hefur gert eitthvað miður gáfulegt. Það er því vel við hæfi að orðuveitingar forsetaembættisins skulu bera nafnið fálkaorðan. Ekki að tómir fálkar fái orðuna, heldur finnst mér þessar orðuveitingar kjánalegar. En ég yrði sjálfsagt mættur fyrstur allra á tröppur Bessastaða eins og hinn yfirlýsingaglaði Bubbi Morthens, ef mér yrði boðin orðan. Afi minn sagði að það ætti ekki að þurfa að verðlauna fólk fyrir það eitt að stunda vinnuna sína. Það er töluvert til í því. Gunna Jóns hefur unnið sem ljósmóðir í 45 ár. Öll drjúpum við höfði af virðingu fyrir hennar störfum en samt fékk hún nú laun allan tímann er það ekki? Handboltalandsliðið er vel að orðunni komið, það er ekki það, því vissulega vann það afrek, hvað sem manni finnst um fálkaorðuna.

Þá rifjast upp orð sem einn skemmtilegasti furðufugl sem ég þekki, Óli á Keldulandi sagði einu sinni í löndun á Skagaströnd við mikla kátínu nærstaddra; "Einu sinni hengdu þeir þjófa á krossa, nú hengja þeir krossa á þjófa". Þar átti hann við fálkaorðuna en tilefnið snörp umræða um Árna Johnsen...

 

Gulli litli fálki.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli sagði líka frá því á sínum tíma,að þegar kjörbúðirnar voru að ryðja sér til rúms,þar sem viðskiptavinurinn gat tekið vöruna sjálfur úr hillunum,þá var verið að velta fyrir sér,hvaða nafn væri nú heppilegast fyrir þetta nýja verslunarform og sagðist Óli þá hafa stungið upp á kalla mætti fyrirbærið GRIPDEILDIR.

Kveðja,Krissi Blö

Krissi b (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Gulli litli

Gripdeildir......brilljant. Óli er eins og ég segi skemmtilegasti kynlegi kvistur sem ég hef kynnst

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Brattur

... "nú hengja þér krossa á þjófa"... dásamlegt... gaman að svona körlum... annars er fálkinn ferlega fallegur fugl... en ungarnir ljótir, já bara forljótir... greyin...eins og tvistur sem er á leiðinni í ruslatunnuna...

Brattur, 28.8.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Gulli litli

Fálkinn var líka einu sinni tákn þjódarinnar á flaggi..

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Jens Guð

  Þessi Óli á Keldulandi er skemmtilega orðheppinn.

Jens Guð, 29.8.2008 kl. 02:51

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Félagi minn sagði nýverið að hann gæti eiginlega ekki verið á móti því að handboltakallarnir fengju Fálkann, fyrst það þyrfti greinilega ekki meira en að birtast á mynd í Séð og heyrt til að fá eitt stykki á sig.

Sjá hér.

Ingvar Valgeirsson, 29.8.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

'jytte bra' sögur af Óla þessum, þetta er orgínall !

Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Gulli litli

Jens; Óli er bara snillinur..

Ingvar; Ef það er það sem þarft, þá árf ég ekki að hafa neinar áhyggjur..

Steingrímur; Ef .það er til "nalli" þá nær Óli því..

Gulli litli, 30.8.2008 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband