Hin óhreinu börn Adams og Evu?

s5003302.jpg

Þetta er svona nett pirringsblogg.....Nei annars, það þarf meira til að koma mér úr jafnvægi. Þannig er að nú er eplauppskeran í hámarki. Góð og safarík epli út um allt. Þá meina ég út um allt. Á hverju degi er innkeyrslan hjá mér full af eplum. Ekkert við það svosem að athuga, nema að þessi epli tilheyra nágranna okkar. Eplatrén standa á lóð nágrannans og því er uppskeran hans. En hann hefur engan áhuga á þessari uppskeru enda nóg af eplatrjám(tréum) allsstaðar. Ég verð núna að skjóta inn í vísu eftir vin minn til mjög margra ára Rögnvald gáfaða og ég vona að hann rukki mig ekki um nein gjöld þess vegna;

Upphafsmaður skógræktar á Íslandi...

 Hann gróðursetti hríslu
Sem náð'onum upp að hnjám
Þúsund árum síðar
Var allt útatað í trjám

Alla vega stend ég sveittur við að hreinsa epli nágranna míns upp úr innkeyrslunni minni. Talandi um Adam og Evu. Við vitum öll að  Adam og Eva áttu tvo stráka. Þá spyr ég. Hvaðan koma konurnar?Veit það einhver?

 

Gulli litli eplapæ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Arg, útatað í trjám

rifbeininu strákur, spurðu bara amríkanana, þeir vita þetta Gulli litli!

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Brattur

Góð vísa hjá Rögnvaldi gáfaða... en býrðu bara ekki til eplapie og býður nágrannanum... en að konan hafi verið búin til úr rifbeini... er það ekki eitthvað orðum aukið? ... mér finnst það ótrúlegt...

Brattur, 13.9.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Farðu að sofa blessað barnið smáa,
Brúkaðu ekki nokkurn fjárans þráa,
Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.

Gefðu endilega vini þínum skáldinu þessa, hún er óborganleg enda eftir Káinn.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Gulli litli

Farðu að sofa svínið þitt

svartur í augum

farðu í fúlann pitt

fullan af draugum

+eg held að þessi sé líka eftir Káinn...

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Gulli litli

En ég kaupi ekki þessa sögu með rifbeinið..ég er efasemdamaður..

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég líka, en það er allt önnur Ella úr rifbeini Held samt að vísan þín sé eftir nobelskáldið er samt ekki viss.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Þessi nágranni minn er einhvernveginn ekki sú týpa sem maður býður í pæ. Hann er gamall flugmaður sestur í helgann stein og er ákaflega mislyndur og það er ekkert persónulegt, hann bara vill vera í friði. Það eina sem við höfum getað talað saman um eru gamlir bílar. Hann á tvo T Forda og ég gamlan Volvo. Hann er bara ekki mikið fyrir að tala...Honum finnst örugglega alger óþarfi að tala....

Rut; það getur meira en vel verið að þessi vísa sé eftir Halldór, bara hreinlega man það ekki.

Eftir stendur spurningin; Hvaðan koma konurnar?

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 12:42

8 Smámynd: Brattur

...kannski er sá gamli bara búinn með öll orðin? ...

Brattur, 13.9.2008 kl. 17:02

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Taka epli og búa til allskonar.

Eins og mauk, skívur, marmelaði og cider.

Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 21:25

10 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég veit ekki hvaðan ég kom, ég er bara hér. En mér finnst eplapæ góð, ég veit það.

Marta Gunnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 21:32

11 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Kannski..

Jenný; Við gerum þetta alltsaman af okkar eigin tjám...jájá..

Marta; Ég veit það ekki heldur, vertu bara velkomin....jájá.

Gulli litli, 13.9.2008 kl. 23:11

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ei hef ég hugmynd um þessa gríðarlegu miklu pælingu þína, eða svarið við henni, minnir þó bara að höfundurinn hafi látið sér nægja já að geta þess a Evu skapaði drottin úr einu rifi Adams, en tja, kannski svo bara gleymt restinni af sköpunarskýringunni, karlrembusvínið að tarna!?

Annars set ég nú línur hér til að leiðrétta aðeins hana Rut, fór ekki alveg rétt með vísuna sígildu eftir sambæing vorn hann Kristján Níels. Önnur hendingin er svona.

brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.

Röggi með sínar vísur "Frjálslega vaxnar og í fasi" er auðvitað mikill gleðigjafi.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 00:16

13 Smámynd: Gulli litli

Magnús; Takk fyrir þitt innlegg og leiðréttingu á vísu Káins. Vísur sem hafa þann tilgang einan að ná fram brosi meiga  vera frjálslega vaxnar....

Gulli litli, 14.9.2008 kl. 00:51

14 Smámynd: Jac Norðquist

Ekki er ég mikill vísna-maður, en hins vegar pæli ég stundum í trúnni. Þó minna núna hin síðari árin. Ég tók eftir því á sínum tíma að samkvæmt Biblíunni, áttu Adam og Eva tvo syni eftir að hafa verið rekin úr Eden. Kain drap Abel og Guð gerir hann brottrækan. Þá settist hann að í Landi sem heitir (hét) Nód og tók sér konu !? Hvar fékk hann konuna spyr maður sig auðvitað, enda áttu Adam og Eva að uppfylla jörðina fólki.

Ég bara þessa spurningu upp fyrir einn Votta Jehóva sem kom bankandi á dyrnar hjá mér.... hann svaraði þessu ágætlega að mínu mati. Sko, sagði hann, það er aldrei skrifað um almenninginn, bara fræga fólkið sbr Biblían er þá bara að stikla á stóru.

Annars er ég heiðinn svo ég er ekki rétti maðurinn að tala um trú.... en ég mun aldrei neita öðrum um að hafa sína trú í friði.

Bestu kveðjur

Jac

Jac Norðquist, 14.9.2008 kl. 09:07

15 Smámynd: Gulli litli

Ég tek það fram að ég er ekki kristinn né nokkuð annað. Eina sem ég trúi á er gott fólk og gott líf. Ég vil heldur engann trufla í trú sinni. Þessi kenning þín er allrar athygli verð. Að það sé alltaf skrifað bara um fræga fólkið...elítuna! Ég er alinn upp í guðs ótta og góðum siðum þó ég hafi ekki fengið trú, og veisu, þetta harmónerar ekki við að allir séu jafnir fyrir guði...nema að sumir séu jafnari?

Gulli litli, 14.9.2008 kl. 09:52

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Má ég benda Magnúsi á að ég fór inn á vefsíðu um Káinn til að klúðra ekki vísunni svo eins og Gróa á Leiti sagði; sel það ekki dýrara en ég keypti það. Eigið þið svo góðan dag.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 12:33

17 Smámynd: Gulli litli

Takk Rut..

Gulli litli, 14.9.2008 kl. 12:53

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Að Gróu kellinni slepptri, þá hefur Rut rambað inn á vonda síðu fyrst svona er með þessa alkunnu vísu Káins af fjölmörgum. ER þá enn eitt dæmið um að netið er "vafasamur pappír" nú sem ætíð fyrr í mörgu.

1965 (á ári sem sumir fæddust á) kom út hjá AB Vísnabók Káins, sem síðar var prentuð oftar en einu sinni,þar er vísan sem heitir Ný vögguvísa, letruð sem ég sagði.

Veit svo ekki hvort Rut hefur brageyra, en útgáfan af vísunni sem hún kom með, er öllu óþjálli en hin.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband