Maður er auðvitað gráti næst vegna þess hvernig er komið fyrir þjóðinni. Getur það virkilega gerst að 20-30 flugríkir einstaklingar geti komið rúmlega 300 þúsund manna þjóð á vonarvöl? Nota bene, þjóðarbúið sjálft skuldar lítið sem ekkert. Þurfum við meðaljónarnir að hysja upp þessa smástráka? Af hverju? Hvað gerðu þeir fyrir okkur þegar þeir höfðu fullt rassgat af peningum?
Ég get ekki annað en dáðst af Geir H Haarde. Hann hefur ekki sofið sólahringum saman. Hann virðist vinna ákaflega fumlaust. Þó hann kalli einhvern fréttamann fávita! Ég meina getur ekki bara verið að hann sé fáviti? Allavega sér maður ekki svitadropa koma undan húfunni sem hann bar daglega.
Ég veit að það breytir engu þó að ég reyni að segja eitthvað. Ég er bara með í maganum yfir þessu öllu. Og ekki á ég neina peninga til að hafa áhyggjur af. En við verðum að hugsa um eitthvað jákvætt líka. Ég hef enga frétt séð um kartöfluuppskeruna í Þykkvabæ þetta árið?
Bölmóður Hjaltason..
P.s. Rís þú unga Íslands merkikerti!
Flokkur: Bloggar | 10.10.2008 | 12:00 (breytt kl. 12:01) | Facebook
Athugasemdir
...sko, ég vinn í smásölugeiranum að selja matvörur og hef verið á sambandi við margan garðyrkjubóndann í gegnum tíðina... Jói á Ljómatjörn fékk metuppskeru af kartöflum í ár... Guðgeir í Kartöflusölunni er kátur líka... þessar norðlensku kartöflur þykja þær bestu sem fást... Guðmundur á Reykjum í Fnjóskadal er með mikla og góða uppskeru af bestu gulrótum á landinu... (lesist; í heiminum)... þetta eru allt öndvegis menn...
Veit ekki með þessa 28 stráka sem lögðu skútuna á hliðina hvort þeir eru eins góðir og kartöflu og gulrótarstrákarnir sem ég nefndi hér að ofan...
... annars er ég eins og alltaf, bara Brattur...
Brattur, 10.10.2008 kl. 18:16
Ekki gleyma mér Brattur! Ég er með metuppskeru af kartöflum - enda aldrei tekið upp áður úr eigin garði......
Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 18:38
Brattur; Kastaðu kveðju á Jóa, Guðgeir, Guðmund og sjálfann þig. Þú lætur ekki þitt eftir liggja í jákvæðum fréttum...
Hrönn; Fyrirgefðu frú. Hafið þér gullaugu?
Gulli litli, 10.10.2008 kl. 20:46
Norðlenzkar kattöblur eru lángbeztar, enda ekki með sunnann 'zweppinn' frá Þykkabæ & nágrennzli Hrönnzlunnar.
Steingrímur Helgason, 10.10.2008 kl. 23:01
Gaman að sjá að Brattur hér að ofan minnist á Guðmund á Reykjum - við vorum nágrannar þegar ég var patti. Gott fólk á Reykjum.
Eníhjú - Geir kallaði ákveðinn fréttamann fávita og dóna. Það gæti mögulega verið það gáfulegasta sem sagt hefur verið í öllu þessu ferli.
Blaðamenn Moggans gætu líka farið í fávitadeildina - það eina sem þeim datt í hug að spyrja um á einum mikilvægasta blaðamannafundi Íslandssögunnar var hversu margar kerlingar yrðu bankastjórar, þegar þeir hefðu átt að spyrja af hverju eignir ákveðinna stóreignamanna hefðu ekki veirð frystar.
Ingvar Valgeirsson, 10.10.2008 kl. 23:05
Heyr heyr til síðasta ræðumanns !
Jac Norðquist, 11.10.2008 kl. 06:16
Syngjandi sæll og glaður, til síldveiða nú ég held......Nei, ég er ein af þessum fullu öryrkjum og syng og tralla á meðan Róm (lesist Ísland) brennur, áttu fiðlu?
Rut Sumarliðadóttir, 11.10.2008 kl. 12:36
Rut, ég skal selja þér rafmagnsgítar, það ætti að duga.
Ingvar Valgeirsson, 11.10.2008 kl. 16:39
Rut Sumarliðadóttir, 11.10.2008 kl. 16:45
Geir bauð sig fram, honum ber að sýna öllum virðingu. Það er engin sem trauð honum þangað sem hann er, munum það. Ekki vill hann heldur yfirgefa stólinn. Hann hlýtur að hafa gaman af þessu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.10.2008 kl. 21:40
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 23:39
Skútan mun hægt og rólega rétta sig við þegar öldurnar lægja, en það er spurning að ráða nýjan mannskap um borð?? svo það fari ekki aftur sömu leið...hmmm...
Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 00:47
Stetngrímur; Sammála þér, er sjálfur alinn upp á norðlenskum kartöflum.
Ingvar og Rut; sammála og reyndu nú að selja Rut góðann Gibson...
Guðrún; Honum ber að sýna virðingu það er rétt, en það sem ég er að segja er að honum tekst það vel.
Jenný; Jákvæðni til baka...
Gunna; Við skulum vona að allt rétti sig við....Takk öll fyrir ykkar innlegg.
Gulli litli, 12.10.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.