MAMMONS BÆN
Ó HVE GAMAN VÆR´AÐ GEYMA AUÐ Í LJÓÐI
GLEYMA SÉR OG LAGIÐ SEMJA UM LEIÐ
OG HVER HENDING MYNDI VERдAÐ VÆNUM SJÓÐI
VILTU EKKI LEYSA MÍNA NEYÐ
-GERI SEM ÉG VIL
-ALLT EF ÉG MÁ TIL
VILTU EKKI GREIÐA MÍNA LEIÐ
ÉG VIL HEITA HIRÐSKÁLD ÞITT
HYLLA ÞIG DAG OG NÓTT
LÍTT´Á HÉR ER LJÓÐIÐ MITT
LAUNIN SENDU FLJÓTT
HEILU DAGANA ÉG SETJA MYNDI SAMAN
SÖNGVANA,ÞEIR ALLIR YRÐU UM ÞIG
HORFÐU NÚ OG HAFÐU AF ÞVÍ GAMAN
HENTU NIÐUR AURUM FYRIR MIG
-GERI SEM ÉG VIL
-ALLT EF ÉG MÁ TIL
ÉG GERI ÞETTA AÐEINS FYRIR ÞIG
ÉG VIL HEITA HIRÐSKÁLD ÞITT
HYLLA ÞIG DAG OG NÓTT
LÍTT´Á HÉR ER LJÓÐIÐ MITT
LAUNIN SENDU FLJÓTT
Lag og texti:illug 12/5´93
F7-Bb-D-D7-F-Em-G-F7-Bb-D-D7-F-Em-G
Am-Em-Am-Em-Am-Em-D
F-G-C-F-Dm-F-G-C-Dm-Em-F7
Fann í fórum mínum gamalt demó sem ég tók upp í kirkjunni á Skagaströnd 2003. Þetta á vel við í dag. Reynið að hafa skoðun á málinu.
Gulli og Kreppa frænka.
Demóið er í tónspilaranum!
Flokkur: Tónlist | 21.10.2008 | 17:30 (breytt 23.10.2008 kl. 22:28) | Facebook
Athugasemdir
Jeg vil sige det rent ud ;) Þú ert snöggtum skárri en Stormsker.
Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 18:45
Gullli, velkominn aftur!
Rut Sumarliðadóttir, 21.10.2008 kl. 19:00
Hirðskáld er flott djobb... kannski maður söðli um og prufi það... hlustaði á lagið... góður söngvari, sungið af næmni... flott lag... spes texti...
Einkunn : þrjár og hálf stjarna. (af 5 mögulegum)
Brattur, 21.10.2008 kl. 20:56
Hrönn; Stormsker er í hávegum hafdur hjá mér....takk.
Rut; Takk. P.s þad eru bara tvö ell í Gulli..
Brattur; þrjár og hálf fyrir demó alveg óunnid er flott...Stefni á 5 stjörnur fyrir fullbúid og útsett lag..
Gulli litli, 21.10.2008 kl. 21:34
Gömul demó eru ómetanleg !!! Gaman að heyra þetta.
Röggi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:15
Þori nú samt a veðja plötunni minni dýrmætu með stórsveitinni BETL, að Röggi hefur hent nokkrum!
En gott að vita ef höfuð "litla BLOGGTRÖLLSINS" Gulla er ei lengur tómt!?
Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 22:46
Röggi; þad er alltaf jafngaman ad rekast á demó..kvedja í bæjinn..
Magnús; Ég þori ad vedja ad Röggi hefur aldrei hent demói. Ég man ekki betur en ad ég syngi eitt lag á Betl plötunni. Veistu hvada lag þad er? Höfud mitt er jafntómt sem fyrr...
Gulli litli, 21.10.2008 kl. 23:16
Spes lag...spes texti....fínn söngur....
Velkomin aftur Gulli minn..
Kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 00:08
Guðrún; Er spes gott eða er það kurteisilegt orð yfir vont? Takk fyrir það ágæta bloggvinkona..
Gulli litli, 22.10.2008 kl. 21:19
Gott eða vont?
Skiptir engu, en þessi plata var auðvitað bara snilld!
Man eða minnir, að ansi margir hafi nú tekið lagið þarna, Lísa Páls, Hreinn Röggafrændi, og langtímafélagi, Kristján pétur m.a. Þarf nú bara að "Breggða undir mig betri puttanum", og finna DÝRÐINA fyrst þú ert aþarna líka!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 22:09
AAAALLLLLS ekki vont Gulli minn....svo það sé á hreynu... Sorry...ætlaði ekki að móðga þig.
Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:47
Gunna; Ég verð ekki móðgaður þó þér finnist þetta vont..var bara að pæla
Gulli litli, 23.10.2008 kl. 14:44
Heyrðu Illug, þetta var bara fjári gott fannst mér! Maður fór bara að flauta með
Jac
Jac Norðquist, 23.10.2008 kl. 17:23
Jac; Takk fyrir thad......
Gulli litli, 23.10.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.