Þú ert allt of góður....

til að vinna í sláturhúsi pabbi er það ekki?..Svona hljóðaði spurning sjö ára dóttur minnar eftir miklar umræður um afdrif grísanna í illa lyktandi flutningabílnum sem við ókum á eftir á leiðinni heim. Minnugur vinnu minnar á blóðbandi KS fyrir þrjátíu árum, vinnu minnar á svínasláturhúsi, sem flutningabílstjóra akandi yfir sauðfé og annan búfénað, sem frystitogarasjómanns stundandi fjöldamorð á fiski, auk þess að vera alinn upp í sveit þar sem lífið er murkað úr dýrunum á haustin, varð ég eins og guð í framan eins og Þórbergur við Helgu litlu og sagði; Ehhh ah hm....auðvitað elskan....pabbi myndi aldrei vinna í sláturhúsi....Smá afsláttur af samviskunni..........Hvað hefðir þú sagt? Ég bara spyr......Ég ætla líka aldrei að vinna í sláturhúsi....framar.

 

Gulli allsherjargoði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tvímælalaust það sama og þú! Ekki spurning.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég veiddi einu sinni fisk og sleppti honum aftur því ég vorkenndi honum svo mikið. Skil tvöfeldnina í því að vilja eta fiskinn án þess að veiða hann. Svona er mannskepnan skrítin.

Eldri dóttir mín fór í gegnum svona tímabil að hún vildi gerast grænmetisæta og spurði einu sinni yfir sunnudagssteikinni:"Mamma, hvaða dýr er þetta?" "Umm, þetta er lamb," það lagðist þögn yfir borðið í smá stund og svo sagði sú stutta: "Af hverju var þetta lamb drepið"?. Það tók enginn hraustlega til matar þann daginn. 

Rut Sumarliðadóttir, 1.5.2009 kl. 11:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gulli, er virkilega ekki búið að leggja af þessa villimennsku, að veiða, eða slátra dýrum, sér til matar? 

Sannir og gegnheilir náttúruverndarsinnar hafa sagt þessa villimennsku hreinan óþarfa þegar hægt er að fá nóg af kjöti og fiski í næstu búð. 

Ekki tel ég mig þess umkominn að rengja það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Gulli litli

Hrönn; gott þá er ég ekki einn um þessi viðbrögð...

Rut; Elsti sonur minn fór einu sinni með mér á sveitabæ í Skagafirði til að ná í kjöt sem ekki er í frásögur færandi. Hann hafði aldrei séð skrokka áður enda bara ca fjögurra ára. Þegar hann sá dilkana hanga í fjárhúsinu hnippti hann í mig og sagði; Pabbi, kindurnar eru allsberar! Og peysurnar liggja þarna og benti hróðugur á gærurnar í jötunni...

 Axel; Einhver sagði mér líka að slátra þyrfti hjörð til þess eins að fá leðursæti í umhverfisvænan fjölskyldubíl....og þá eru ótaldir skórnir sem við göngum í......Þó svo að hægt sé að kaupa þetta hjá bólstraranum!

Gulli litli, 1.5.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Brattur

... að veiða og sleppa er umdeild aðferð... ég hef þó slepp einum og einum urriða í seinni tíð af því að maður drepur ekki bara til að drepa... svo er maður að meirna með aldrinum...

Hinsvegar er erfiðara að veiða og sleppa ef maður er rjúpnaveiðimaður...

Góða sagan af syni þínum hehehehe....

Dóttir vinnufélaga míns sá lifandi kind í fyrsta skiptið og sagði þá;

Pabbi, er þetta svið?

Brattur, 1.5.2009 kl. 23:50

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Minni bara á Aravízur zgo...

...

Það þykknar í Ara,
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja,
þau svara og segja:
Þú veist það, er verðurðu stór.

Fyrst hik er á svari,
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
- Þið eigið að segja mér satt.



 

Steingrímur Helgason, 2.5.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband