Hafi það farið fram hjá einhverjum, þá er ég haldinn yfirþyrmandi áhuga á tónlist af öllum tegundum. Það er engin tónlist sem ekki fær tækifæri hjá mér. Yfirleitt finn ég eitthvað í allri tónlist sem mér líkar við og skil. Mér finnst líka flestar konur fallegar og sé yfirleitt eitthvað fallegt við allar konur. Hvað er ég nú að blanda þessu saman? Jú, sjáið nú til. Júróvisjon var í gærkvöldi. Ég horfði á það til enda með jákvæðu hugarfari. Ég verð að viðurkenna að mér líkaði það sem ég sá en ekki allt sem ég heyrði. Fyrir augu bar samansafn af yndislega fallegum mjólkurkirtlum, dinglandi á fallegum skrokkum og mikið af loftfimleikabringuhárum. Semsagt mikið af fögru fólki til að gleðja augað en af sama skapi lítið fyrir eyrun. Ég tek það fram að Jóhanna söng vel, hið ágæta lag og það sem meira var, hún var fullklædd. Það gerir mig bara stoltan. En júróvisjon fær hærri einkunn hjá mér sem pornósýning en tónlistakeppni.....sem þýðir að ég horfi alltaf á Júróvisjon en hlusta sjaldan....
Gamall og geðvondur Gulli litli..
Flokkur: Bloggar | 17.5.2009 | 17:16 (breytt kl. 17:22) | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Gulli minn, vona þó að þú vanrækir ekki að sýna "heimamjólkurkirtlunum" þínum tilhlýðilega virðingu og athygli, þrátt fyrir þetta mikla áreiti á skjánum!?
Hm, var ekki aðallega einhver amerisk fatafella að glenna sig þarna fyrir hönd Þjóðverja, gömul kærasta marlyn Manson? Man bara að í fyrra þótti sú sænka þarna Jósefína eða hvað hún heitir og sú sama og vann einmitt Selmu fyrir tíu árum ekki hvað síst vegna vænna bringukolla, vera ansi brött aftur og lítt hulin að neðan ekki síst, en þú kemur kannski með frekari skýrslu um allt þetta yndi og hverjar voru eða hverjir "lystugri" en aðrir!?
En eins gott að fv. barnastjarnan okkar var ekki að flagga neinu, rétt svo að hún sé komin af bernskuskeiðinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 18:57
Tralala........sammála Gulli, snípastuttir kjólar og bringukollar (frábært Magnús!) út um allt, meira að segja dóttir mín og vinkonur voru að kommentera á þetta kroppasjóv! Þá er mikið sagt.
Rut Sumarliðadóttir, 18.5.2009 kl. 11:55
Ég fagna rannsókn á þessum ásökunum Gulli og tek rannsókninni fagnandi. Ég hef ekkert að fela þótt eitt eða annað túttu "sýnishorn" hafi sést bregða fyrir. Þú veður reyk.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.