Hafi einhver haldið Gulli litli væri dauður, þá staðfestist það hér með sem stórlegar ýkjur. Hafi einhver haldið að það væri ekki allt í toppformi á Íslandi, þá eru það enn meiri ýkjur. Ég var nefnilega staddur á Djöflaeyjunni sjálfri, sjálfur. Er skemmst frá því að segja að annað eins magn af mat og drykk hef ég aldrei innbyrgt á jafnstuttum tíma það er að segja einum mánuði. Aldrei hef ég kysst jafnmargar frænkur, frænda, gamlar kærustur og gamla skólafélaga og vini eins og í þessari ferð.....ég var satt að segja farinn að halda að ég væri eitthvert númer....engar áhyggjur......ég fæ oft ranghugmyndir en mér jafnharðan gert ljóst hið rétta í málinu og það fær flýtimeðferð um leið og ég fer að finna til mín. Kannski hefur það eitthvað að segja, að langt er um liðið frá því að ég var þar síðast, og fólk sjálfsagt löngu búið að gleyma hversu hrút andskoti leiðinlegur ég er í raun og veru. En þá að því sem ég ætlaði að tala um. Það var nefnilega ein frænka sem ég gleymdi að kyssa og það var Kreppa frænka. Ég gat bara ekki með nokkru móti fundið hana eins náskyld mér og hún er nú......er reyndar einn minn nánast ættingi og sá sem að Kreppa gamla hefur hvað mestar mætur á. Nú veit ég auðvitað ekki hvernig mannlífið hefur verið undanfarin fimm ár, en ég gat ekki betur séð en að allir svöluðu þörfum sínum í skemmtanahaldi og neyslu af fyllstu samviskusemi og óbilandi dugnaði. Miðað við fjörið á Íslandi verð ég að segja bara eins og er........að lífið í Danmörku er bara eins og sónninn í símanum; duuuuuuu duuuuu duuuuu.....og yfirleitt í a.....
Gulli litli í físmoll7
Athugasemdir
Gamli kagginn mættur á svæðið. Bleeeesaður, fiffaðu klakanum og fáðu þér smók þótt allt sé í steik og there is no morning after :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.11.2009 kl. 01:46
Gott að sjá að þú ert hress og mættur til leiks - og takk fyrir síðast, þetta augnablik í Landsbankanum á Gullströndinni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2009 kl. 02:44
Svanur; Við látum lífið halda áfram hvernig sem allt velltist...blessaður sjálfur kútur....
Axel; Þakka þér sömuleiðis vinur minn...
Gulli litli, 4.11.2009 kl. 10:12
Blessaður Gulli minn
Ég veit með fyrir víst að FRÆNKA okkar er á Íslandi.
Ég er nefnilega að fá senda peninga frá henni (íslenska) og ég er að spökulera í að hætta að láta hana millifæra í banka, fá þá frekar í pósti og spara mér kaup á klósettpappír.
Velkominn heim.
Þú ert ekki nærri því eins leiðinlegur og þú heldur.
Kveðja Gunni Jóns.
Gunnar Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 11:04
Mér heyrist að þú hafir etið alla ættina út á gaddinn.
Ég þakka fyrir að þú ert alls óskyldur mér, litli Gulli.
Anna Einarsdóttir, 4.11.2009 kl. 13:59
Gunni; Ég hefði nú alveg getað tekið nokkra fimmþúsundkalla fyrir þig heim, það er svo dýrt að senda með póstinum...bara svona til öryggis ...ef kæmi upp magapest í dk...
Anna; Ég myndi kíkja í Íslendingabók svona just in case...upp á næstu ferð hjá mér......hm..
Gulli litli, 4.11.2009 kl. 14:09
Já... ég er rosa fegin að þú ert ekkert skyldur mér
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2009 kl. 21:17
En hvar býr hún Kreppa frænka ?... ekki hef ég rekist á hana á Ströndinni... svo eitt er víst... en sá reyndar eina þar sem var helv... lík þér... alveg pottþétt í ættinni... hún var að kaupa í matinn...
Brattur, 4.11.2009 kl. 23:09
Hrönn; Ég myndi nú ekki hrósa happi alveg strax....við erum skyldari en þú heldur.....gæti verið mátulegt á okkur bæði...
Brattur; Skagaströndin er eini staðurinn sem ég fór á sem ekkert hefur breyst...nema til batnaðar...það er að segja...status quo....utan við svakalega listamenningu.. Kreppa frænka kom ekki þangað frekar en Velmegunargrýla frænka....
Gulli litli, 5.11.2009 kl. 11:31
Hef það einhvernveginn á tilfinningunni að Ísland muni þurfa einhvern tíma til að jafna sig á þessari heimsókn þinni Gulli.
Nú til dæmis í dag var ríkisstjórnin að boða til verulegrar skattahækkunar.
Stýrivextir verða látnir standa í stað.
Einhver kaupmáttur er víst hruninn.
Er nokkur séns að þú getir lent á skerinu með örlitlum minni látum næst?
S. Lúther Gestsson, 11.11.2009 kl. 01:50
S.Lúther; Ég sem hélt að ég væri sprauta í efnahagslífið.....þið hafið smá tíma til að jafna ykkur.......but I´ll be back!
Gulli litli, 12.11.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.