Hve hratt fer steikin okkar

Það er undarlegt hvað maður er lengi í gang með að blogga. Um hvað? Hver nennir að lesa?Í þessum pælingum hef ég hef verið að leiða hugann að því þegar ég var lítill (Gulli örlitli). Þá var ég alltaf svona hálfskammaður fyrir fantasíurnar og ímynduðu leikfélagana. Maður sagði sögur tímunum saman, betrumbætti Ben Húr, prins Valíant og fleiri sögur fram og til baka en hlaut að launum lítið annað en skens og eins og ég segi, hálfgerðar skammir fyrir hugmyndaflugið.  Nú , tæpum 40 árum síðar sit ég fyrir framan tölvuna, að reyna að finna einmitt þetta ímyndunarafl sem var skammað burtu. Já, þær eru skrítnar systur líbba og tíbba (lífið og tilveran). Ef einhver hefur ætlað að hengja sig yfir bloggi þessu þá getur sá hinn sami hætt við, því hér með er ég hættur á trúnó.

Ég sá í danska sjónvarpinu með öðru auganu (þessu með mínus 3,75)  einn af ótrúlega mörgum viðtalsþáttum um fólk sem hefur náð góðum árangri í að léttast. Þar sem ég vil bara fá að vera feitur í friði veitti ég þessu enga athygli fyrr en einhver næringafræðingur segir allt í einu að þumalputtareglan sé sú að maður eigi að velja sér kjöt eftir því hvað dýrið hleypur hratt! Því hraðar sem dýrið hleypur því hollara er kjötið! (nú glenti ég upp hitt augað líka plús 2,5). Ég mundi hvað hænurnar hlupu hratt og hraðast hauslausar og geðvonskuköstum mínum yfir hvað kýrnar löbbuðu hægt og öllu veseninu við að ná reiðhestum ef þeir gengu lausir og vildu ekki láta ná sér. Maður hlýtur að fá kransæðastýflu daginn eftir letidýrasteik...

Hver er borgarstjóri í Reykjavík í dag?

Verður 2000 kallinn forseti?

Gulli feiti 

p.s. nú er ég búinn að blogga langt blogg um nákvæmlega ekkert! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband