Sankthans og nornirnar...og Jói..vera skýr!

Það er eldgamall siður í Danmörku að halda upp á miðsumar með nornabrennu. Þetta hafa Danir gert frá tímum Óðins og Þórs, það er að segja stuttu áður en ég fór að muna eftir mér. Annað hvort 21 eða 22 júní eru lengstu dagar ársins, en alltaf er haldið upp á Sankthans þann 23 júní þó svo að Sankthans dagur sé þann 24 júní. Ha, nú? Já svona er þetta og þetta minnir mig óneitanlega á föður minn. Þannig er að konan mín á afmæli þann 25 júní og hefur það verið þannig alveg frá því að hún fæddist. En pabbi hringir alltaf tveimur dögum fyrr og óskar henni til hamingju með daginn. Hún á bara afmæli á jósmessunni og það breytir því enginn hjá honum. En þetta var nú útúrdúr. Sankthans eða heilagi Hans, er Jóhannes skírari. Hann semsagt heitir Jóhannes en er kallaður Hans! "Jóhannes, vera skýrari"! Hvað um það, Jesú og Jói óskýri skiptu með sér árinu og einhverjir snillingar fundu út að Jesú(vinur Jóa) ætti afmæli þann 25 des og var því alveg gráupplagt að láta Hans Jóhannes eiga afmæli þann 25 júní. En svo vel sleppum við ekki.  Fræðimönnum hættir til að gera hluti flókna svo þeir líti út fyrir að vera gáfaðri en við sem neðstir erum í fæðukeðjunni. Þess vegna fundu þeir það út að best væri að Jesú ætti afmæli 6 dögum fyrir 1 jan eða 25 des og Jói boy 6 dögum fyrir 1 júlí eða 24 júní. En það er alltaf haldið upp á afmælið hans Jóa daginn fyrir afmælið hans Jóa! Halda upp á að hann á afmæli á morgun? Nú nenni ég ekki að spá í þetta meira.

Gaman væri að vita hvort einhver botnaði eitthvað í þessari færslu...Ég á svolítið erfitt með það sjálfur.

 

sr. Guðlaugur litli... 

p.s. Gaman að sjá hvað fáir vilja eiga Björn Bjarnason í skoðanakönnuninni hér til hliðar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja er eitthvað verið að fikta með eiturlyf þarni í útlöndum ??

Röggi (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Gulli litli

Váááááá....

Gulli litli, 24.6.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband