Opið bréf til mömmu...

Elsku mamma.

 

Þú verður að fyrirgefa mér hvað ég er latur að skrifa og hafa samband. Ég hef bara verið svo upptekinn. Það helsta sem hefur gengið á hjá mér undanfarið, er í sambandi við vini mína. Þú manst þessir sem voru í partíinu forðum. Já, ég veit ég skulda þér fyrir kampavínið ennþá. Færðu ekki ellibætur? Eins og þú kannski manst þarna í partíinu þá gaf ég strákunum nokkra banka sem ég átti og var hættur að nota. Bara af því þeir voru orðnir leiðir á kvótanum sem ég gaf þeim fyrst. Manstu hvað þeir voru glaðir! Nú eru þeir búnir að leika sér með bankana í nokkur ár og ég veit ekki betur en þeir hafi skemmt sér konunglega við að bítta, kaupa og selja, og allt þetta sem strákar gera. Undarlegt hvað leikföng úreldast fljótt. Þeir komu til mín nú á dögunum strákarnir og sögðust ekki vilja vera memm. Af hverju? Jú, það eru engir peningar lengur í bankanum sem ég gaf þeim! Hver vill eiga banka með engum peningum? Meira að segja þú getur skilið það mamma mín. Þannig að ég keypti bara bankann sem ég gaf þeim forðum. Ég borgaði bara lítið fyrir hann. Áttatíuogeitthvað milljarða. Strákarnir voru eitthvað hnípnir yfir þessu og sögðu að ég væri ósanngjarn en ég næ úr þeim fýlunni seinna. Þá gef ég þeim bara bankann aftur þegar eitthvað er komið í hann af aurum og eitthvað með, spítala, útvarp eða eitthvað sem ég nenni ekki að eiga og getur glatt strákana. Ekki koma með þetta að ég sé að kaupa mér vini mamma. Það er ekki rétt. Já, ég veita að afi stofnaði Eimskipafélagið á sínum tíma og þú átt bréfin núna af því þú vildir ekki gefa mér þau þegar kjöt var á beinunum. Mamma mín, nú vil ég ekki hlutabréfin í Eimu gamla. Það nennir enginn að leika með það lengur. Ekki hrekkja neinn með því að gefa honum hlutabréfin. 

 

Þinn elskandi sonur

Gulli litli díler..

 

p.s. Konan og börnin hafa það fínt..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Heehehehehhehe

Jac Norðquist, 1.10.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gulli, þú et snilli strákur! Ætli einhver kannist við sig í sögunni?

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 15:58

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Íslenskur sögumaður í Danaveldi siglir seglum þöndum!

Orðin spurning hvort Böðvar Guðmunds eða Guðlaugur nafni þinn Ara frá Dalvík, gætu nokkuð gert betur!?

og já, ágæt spurning hjá Rut.

Finnst samt að gæti pínulítils vantrausts á minni og þekkingu Múttu þinnar, en hún kannski orðin háöldruð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Gulli litli

Jac; Takk fyrir komuna

Rut; Ja það er spurning..

Hrönn; Takk fyrir komuna.

Magnús; Móðir mín dó fyrir mjög mörgum árum og hún átti aldrei hlutabréf í neinu nema mér og ég er ekki næstum því eins slæmur og segir í sögunni. Takk öll..

Gulli litli, 1.10.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Brattur

... skemmtilegur Gulli... hér er alltaf gaman að kíkja inn...

Brattur, 1.10.2008 kl. 20:57

7 identicon

Hvert ferðu með bréf í póst sem eiga að berast látinni móður þinni ??? Var að hugsa um að senda minni kannski eitt stykki :)

Röggi (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Gulli litli

Brattur; Takk, Þad er líka gaman ad fá Þig í heimsókn..

Röggi; Þad er himnsriki@gussigamli.hr 

Gulli litli, 2.10.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

heheehhe....frábært hjá þér

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 14:51

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skemmtilegasta útfærsla á ástandinu, sem ég hef séð hingað til.    Því í raun eigum við hluta vandans að rekja til "stráka að leika sér".

Annars ertu að brillera í hverju blogginu á fætur öðru.

Gulli litli brilljant.

Anna Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: Gulli litli

Takk fallega fólk...

Gulli litli, 3.10.2008 kl. 11:04

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tek það sérstaklega til mín, mjög fallegur!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 16:23

13 identicon

Sæll Gulli.

Hér er ég búin að sitja alein við tölvuna og veltast um af hlátri, hver færslan annarri betri.  Takk fyrir skemmtunina!

Skilaðu góðri kveðju til fjölskyldunnar.

Elva Þórisdóttir, Skagaströnd.

Elva. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:33

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Skemmtileg færsla...er búin að hlæja mig máttlausa...

Bergljót Hreinsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:53

15 Smámynd: Gulli litli

Magnús; Þú ert fagur sveinn

Elva; Það gleður mitt gamla hjarta  þegar fólk á Skagaströnd les þetta bull í mér. Hlýjar kveðjur til ykkar Óla og barna frá okkur hér í DK..

Bergljót; þakka þér fyrir komuna og jákvætt hugarfar..

Gulli litli, 4.10.2008 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband