Gulli litli svalaði bíladellunni með því að kaupa sér vísitölu Volvo. Þessi bíll var alveg splunkunýr árið 1971. En hann er eiginlega splunkunýr ennþá. Þetta var svona "Rollsinn" hjá Volvo á sínum tíma og þegar ég var lítill (minni) voru þeir kallaðir "Tigerinn". Á þessum tíma var þetta eini týpan frá Volvo sem hafði 6 zyl B 30 vél en flestir voru með þessa dæmigerðu 4 zyl B 18 og B 20 vélar (þessi fróðleiksmoli var í boði bílgreinasambandsins) sem Ameríkönum þótti auðvitað ekki nóg. Þessi týpa var sem sagt ætluð ameríkíumarkaði. Þeim Evrópubúum sem varð á að kaupa þessa bíla hentu sér allir í sjóinn skilst mér á föður mínum! Ég fer að sækja gripinn til Gautaborgar næstu helgi með ferju og nú er bara að sjá hvort ég hendi mér í hafið eftir að hafa eignast safngripinn!
Gulli heitinn Hjaltason
Bloggar | 15.4.2008 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Kári Lár frændi minn og eðalmenni sem býr vestur í Dölum ásamt Stínu sinni og nokkrum útikömrum sem eru í byggingu, sendi mér þessa mynd ásamt nokkrum öðrum. Myndin er af einum mesta töffara norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað. Þessi garpur er afi minn og hét Skafti Fanndal Jónasson. Hann dó langt fyrir aldur fram(finnst mér) í hitteðfyrra aðeins 91 ára. Það er auðvitað enginn aldur fyrir svona gaura. Hann hefur alltaf verið og verður alltaf mitt átrúnaðargoð í lífinu. Ef ég ætti að líkjast öðrum en sjálfum mér þá myndi ég vilja líkjast afa. Hann er mikill áhrifavaldur í lífi mínu og enn þann dag í dag er hann að leiðbeina mér. Þið haldið mig örugglega ljúga þegar ég segi að í hvert sinn er ég er að gera einhverja helvítis vitleysu(það kemur einstaka sinnum fyrir) eða er að láta skapið hlaupa með mig í gönur þá finn ég oft þessa dásamlegu pípulykt sem hann var þekktur fyrir. Ég held, nei ég veit að hann sé að minna mig á að haga mér eins og maður. Saga Skafta er svo samtvinnuð sögu Skagastrandar að hún ætti í raun að heita Skaftaströnd. Blessuð sé minning hans..
Gulli litli.
p.s Kári takk fyrir myndirnar
Bloggar | 10.4.2008 | 14:55 (breytt 23.4.2008 kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Á leið í vinnuna ek ég alltaf í gegnum bæ sem heitir Røved. Þetta nafn hljómar í sjálfu sér ekkert illa. En merking nafnsins gæti hugsanlega komið við kaunin á einhverjum. Lausleg þýðing er nefnilega Rassgat. Hver vill eiga heima í Rassgati? Annað bæjarnafn hef ég rekist á og það er Tarm. Lausleg þýðing gæti verið þarmur! "Hvar býrðu?". "Ég bý mitt á milli Þarms og Rassgats". Eitt enn undarlegt bæjarnafn er svo Bramdrupdam. Ekki treysti ég mér til að þýða nafnið en sem betur fer þarf ég ekki að segja þetta nafn oft á dag....
Gulli litli
Rassgötu 7
Borubrekkuamti
Lend.
Bloggar | 8.4.2008 | 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Nýskráningar bifreiða aukast um 14,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.4.2008 | 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ástæður þess að ég hef ekki getað bloggað.
Þannig var að daginn eftir síðasta blogg ákvað ég að drífa mig upp(tölvan er uppi) og blogga. Vildi þá ekki betur til er ég var að hlaupa í ákafa upp stigann að ég hrasa og fótbrotna. Í gifsi upp í nára samdi ég við konuna um að fara upp og ná í tölvuna mína. Hún gerði það og ég byrjaði að blogga samkvæmt mínum dýpstu gáfum eins og ég geri alltaf. Þá gerist það að harði diskurinn í tölvunni kveður þetta líf að því virðist ekki með neinum söknuði. Nú, frekar en að gefast upp fæ ég tölvu lánaða hjá konunni og var nú kominn á gott skrið með að blogga er danskur fáviti á Catepillar skurðgröfu grefur í sundur strenginn þannig að það er ekkert internetsamband! Ég hefði handskrifað bloggið og sent bréf á Mbl ef konan hefði ekki farið í vinnuna með eina pennann sem til er á heimilinu svo átti ég ekkert frímerki.
Þetta er allt saman haugalygi, ég hef bara ekki nennt að blogga...
Gulli litli aumingi...
Bloggar | 1.4.2008 | 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
![]() |
Peningar veita hamingju - séu þeir gefnir öðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 22.3.2008 | 10:32 (breytt kl. 10:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.3.2008 | 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Brunkert, trommari ABBA dó fyrir stuttu. Þá fór ég í huga mínum að rifja upp að 1976 fékk ég í jólagjöf Bókina um Abba. Mamma gaf mér hana, ég held eingöngu til að hrekkja soninn. Þá var ég í þann veginn að uppgötva pönkið, Sex Pistol, Ramones og búinn að ganga í gegnum Kinks, The Beatles, Rolling Stones, Led Zepelin, Deep Purple, Slade og allann þann pakka. Stemningin var allavega þannig að Abba passaði ekki alveg inn í ímyndina á þeim tíma fyrir mig og mína vini. Móðir mín heitin hafði mikið dálæti á Öbbunum og hlustaði mikið, þannig að Abba tónlistin fór ekki fram hjá mér frekar en önnur vinsæl tónlist þess tíma. Móðir mín kenndi mér að meta ýmsa tónlist eins og Megas og Hörð Torfa sem upp úr 70 þótti ekki par fín músík og allir kepptust við að segja að Hörður væri hommi og Megas dópisti..Svo ég fari nú út í það sem ég ætlaði að skrifa um, þá gerist það árið 2006 að ég er að vinna freelance hjá fyrirtæki sem heitir Nortic Rentals a/s í Vejle. Þeir leigja út sviðsgræjur hljóð og ljós og sviðið sjálft. Sjá um tónleikaferðir hljómsveita. Bo sem er verkefnisstjóri kemur til mín og segir: ert þú til í að keyra fyrir mig vörubíll með græjurnar fyrir Status Quo í 2 mánuði Evróputúr sem endar á Írlandi? Ég rifjaði upp í skyndi þegar ég fór á tónleika með Status Quo sautjánhundruð og súr í Reiðhöllinni. Gildran hitaði upp og var sextíuogsjösinnum betri. Eftir þá umhugsun sagði ég nei takk. O.k. sagði Bo, þá keyrirðu fyrir mig Abba show um Skandinavíu í einn og hálfann mánuð. Ég sló til og keyrði Abba show um Danmörk, Svíþjóð og Noreg og hafði gaman af. Á fyrsta konsertinum uppgötvaði ég að ég kunni hvern Abba tón í öllum lögum og söng með allan tímann. Ég játa, mér finnst Abba lögin skemmtileg og fannst það líka á meðan á pönkinu stóð en þá var bara ekki hægt að segja það..
Gulli litli björnsogbennys...
Tónlist | 19.3.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Danir og íslendingar eru svolítið líkir að einu leiti sérstaklega. Það er með hluti sem þeir eiga. Þeirra hlutir eru alltaf betri en annara og því á maður alltaf að greiða hærra verð fyrir þá en aðra sambærilega hluti i öðrum löndum. Ég fór á dögunum að svala dellunni og fór að skoða bíl sem er til sölu og hefur verið það í næstum 2 ár. Þetta er Ford Zephyr 1962, sem er stór breskur og hallærislegur bíll sem fáir vilja. Nema auðvitað ég sem hef "hallærislegur" sem millinafn. Eigandinn er viðskiptaséní (örugglega ættaður frá Bissnesi í Kaupþingi eystra) og taldi sig vera með þvílíkan gullmola að annað eins hafði ekki sést um veröld alla. Ég er eldri en tvævetur í þessum málum og sagði honum að þessi bíll væri vissulega gamall og í ágætu standi miðað við aldur, en 40 þús danskar væri einfaldlega fáránlega hátt verð fyrir bílinn. Hann væri sprautaður af hobbýmálara og þyrfti að málast aftur og betur. Já, en það er bar einn eigandi og hann er dauður úr elli! Ég sagði að ég væri að tala við eiganda nr. tvö og ég sæi ekki betur en hann væri sprelllifandi. Já, en hann á bara eftir að hækka í verði sagði Kiddi króna þá. Já, ég veit en ég ætla ekki að borga þér hagnaðinn fyrirfram sagði ég og bauð honum 25 000 kall fyrir gripinn það sama og ég get fengið svona bíl frá Svíþjóð og Þýskalandi. Ég hafði mjög gaman af að rökræða við hann og fann að hann hafði gaman af að eiga við mig þó hann væri hálfmóðgaður yfir boðinu. Þessi sena endaði þannig að hann á bílinn áfram en tók þó niður heimilisfangið mitt til öryggis...
Gulli litli lumma..
Lífstíll | 18.3.2008 | 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þegar hún rak hælinn í augað á manninum? Hann hlýtur að hafa þurft að borga aukalega fyrir þá sveiflu, annars finnst mér þetta frekar broslegt mál að öllu leiti..
![]() |
Krefst skaðabóta eftir kjöltudans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.3.2008 | 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)