Geðveiki má lækna en heimska er ólæknandi

Í Kastljósi í gær voru Karl Ágúst Úlfsson og Ólína Þorvarðardóttir að þrasa um Spaugstofuþáttin alræmda. Ég er nú svo illa innrættur að mér fannst Ólína "skjóta sér út í horn og mála sig í fótinn" í þættinum. Við hverju búast menn þegar menn fara í pólitík? Rauði dregillinn getur krumpast á leiðinni upp metorðastigann. Mig minnir að einhverntíman hafi verið hrópað að Jónasi frá Hriflu á fundi; Jónas, þú ert geðveikur! Hann svaraði með beittum húmor; Geðveiki má lækna, en heimska er ólæknandi!

 

Gulli litli geðveiki... 


Ég ætla bara rétt ad vona...

ad Bítlarnir sýni samstödu og mæti ekki..........allavega ekki Lennon og Harrison!!!
mbl.is Bannfærðum Bítlum boðið til Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt..

Allir tala um dýfu í fjármálageiranum en mér finnst ég ekki heyra neitt um uppsagnir hjá fólki sem gamblar með peninga og hlutabréf. En alltaf verið að segja upp í framleiðslu og grunnatvinnuvegunum. Spurningin er hvað er mikilvægt í okkar þjóðfélagi. Ég er svo gamaldags að ég held að peningarnir verði til á því að framleiða og búa til verðmæti, t.d. fiskvinnslu, matvælaiðnaði, álverum og svo mætti endalaust telja upp. Það er uppvaxin kynslóð sem virðist halda að peningarnir verði til á verðbréfaþinginu. Kanski er það bara þannig og kominn tími til að úrelda mig.....

 

Gulli litli og óþroskaði.. 


mbl.is Stefnt að því að endurráða 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tundur...

Gnauðar vindur kalt, golan nístir merginn inn

grætur sál þín sárt, þú svikinn ert um tilganginn

 

Um löngu liðna tíð að barni leiðist hugur þinn

lék sér frítt og frjálst, í draumi ertu hugfanginn

 

O hér ég er

o hér ég er

 

Ég græt nú vegna þín, græt nú líkt og aðrir menn

sem gefin er sú von að biðin sé á enda senn

 

O hér ég er

o hér ég er

 

Þú segist hafa kjark, í sigti hafa óvininn

Að skjót´ann er það lausn, stólpi undir heimsfriðinn?

 

Úr æsku hvíslar rödd, í eyrun hrópar samviskan

af afli finnur þig, óttasleginn lamaðan

 

O, hér ég bíð

o, hver vinnur stríð?

 

Maðurinn í sigtinu mundar vopn að þér

mátturinn í skotinu, líf þitt hverfur mér

 

Drýp ég höfði sár, dauðinn sendi vondan koss

dýrðleg minning þín, letruð öll á lítinn kross

 

O hér ég bíð

o hver vinnur stríð?

 

Sagan öll hún er, önnur upphaf fær

er eitthvað betra í dag, betra en í gær?


Svarið svíður

Ef þú ekki þolir svarið

ekki spyrja

ef þú ekki sérð fyrir endann

ekki byrja. 


Hve hratt fer steikin okkar

Það er undarlegt hvað maður er lengi í gang með að blogga. Um hvað? Hver nennir að lesa?Í þessum pælingum hef ég hef verið að leiða hugann að því þegar ég var lítill (Gulli örlitli). Þá var ég alltaf svona hálfskammaður fyrir fantasíurnar og ímynduðu leikfélagana. Maður sagði sögur tímunum saman, betrumbætti Ben Húr, prins Valíant og fleiri sögur fram og til baka en hlaut að launum lítið annað en skens og eins og ég segi, hálfgerðar skammir fyrir hugmyndaflugið.  Nú , tæpum 40 árum síðar sit ég fyrir framan tölvuna, að reyna að finna einmitt þetta ímyndunarafl sem var skammað burtu. Já, þær eru skrítnar systur líbba og tíbba (lífið og tilveran). Ef einhver hefur ætlað að hengja sig yfir bloggi þessu þá getur sá hinn sami hætt við, því hér með er ég hættur á trúnó.

Ég sá í danska sjónvarpinu með öðru auganu (þessu með mínus 3,75)  einn af ótrúlega mörgum viðtalsþáttum um fólk sem hefur náð góðum árangri í að léttast. Þar sem ég vil bara fá að vera feitur í friði veitti ég þessu enga athygli fyrr en einhver næringafræðingur segir allt í einu að þumalputtareglan sé sú að maður eigi að velja sér kjöt eftir því hvað dýrið hleypur hratt! Því hraðar sem dýrið hleypur því hollara er kjötið! (nú glenti ég upp hitt augað líka plús 2,5). Ég mundi hvað hænurnar hlupu hratt og hraðast hauslausar og geðvonskuköstum mínum yfir hvað kýrnar löbbuðu hægt og öllu veseninu við að ná reiðhestum ef þeir gengu lausir og vildu ekki láta ná sér. Maður hlýtur að fá kransæðastýflu daginn eftir letidýrasteik...

Hver er borgarstjóri í Reykjavík í dag?

Verður 2000 kallinn forseti?

Gulli feiti 

p.s. nú er ég búinn að blogga langt blogg um nákvæmlega ekkert! 


Ó, ég vildi ég væri dauður...

Þetta er stolinn frasi frá Óla á Keldulandi og var bara það fyrsta sem mér datt í hug. Sá í fréttum að nú eru 35 ár síðan Vestmannaeyjagosið átti sér stað. Ég fór að reyna muna hvar ég hefði verið þennan merkilega dag þegar vestmannaeyjingar streymdu til meginlandsins. Ég var í Melaskólanum (ásamt Hönnu Valdísi gott ef Björk var þar ekki líka) og að sjálfsögðu var gefið frí svo flóttamennirnir gætu komið sér fyrir í skólanum okkar. Ég og Bjarni Bjarnason gerðum okkur glaða daga í Skerjafirðinum á meðan við vorum í fríi. Við vorum 8 ára og höfðum nóg við að vera. Það eina sem við söknuðum var Sunna, kærastan okkar beggja að við héldum. Hún átti að verða konan okkar beggja og flytjast með okkur heim í Skagafjörðinn. Hún vissi aldrei um þessa tvo verðandi eiginmenn sína. Hvar ætli hún sé núna???? Þegar maður rifjar upp svona vandræðalega hluti, hlýtur maður að segja;ó, ég vildi ég væri dauður....

 

Gulli litli pínlegi.. 


Svolitlir eftirmálar er ekki svo?

Tad eru nú dulitlir eftirmálar ad madurinn er látinn. En er tetta mold guds eda mold Kristins Ágústar sem snillingurinn var jardadur í???
mbl.is Engir eftirmálar af útför Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóðið Guðlaugur eftir Hrein drullusokk

 

 

Ég hélt þú værir dauður

sauður

svo varstu bara að drolla

rolla

 

Hreinn dullusokkur og skáld... 


Þegar maður á svona vini...

þá þarf maður ekki óvini. Þetta eru mikil sannindi. En nú er ég bara að hugsa um pólitíkina í Reykjavík. Mér leiðist ákaflega pólitík og sú tík er nokkuð sem ég vil ekkert vita af. Nú eru búnir að vera 6 borgarstjórar á 5 árum og ég spyr; var þetta ekki bara ágætt þegar Davíð Oddsson réði bara öllu og enginn hafði neitt um neitt að segja nema hann??? Allavega er erfitt fyrir mann eins og mig búandi í útlöndum að fylgjast með hver ræður! Ég hélt á tímabili að ég réði einhverju heima hjá mér en .......rangt, því miður.

Gulli litli valdalausi.......og verður líklega aldrei borgarstjóri... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband