Færsluflokkur: Bloggar

Það er eitthvað í loftinu....

Það hefur á einhverjum tímapunkti verið gefið út veiðileyfi á íslendinga. Annað stenst ekki. En þrælslund þessarar þjóðar hlýtur að að vera búin að slá öll met. Bankar, tryggingafélög, byggingavöruverslanir, kortafyrirtæki, matvöruverslanir, símafyrirtæki, olíufélög, og nú þarf ég að draga andann, ríkistjórnin, jafnréttisgrínið, og umhverfisvænar eiturefnaverksmiðjur(vítisenglar), slitastjórnir, verkalýðsfélög(og einhver hellingur sem ég gleymi) virðast hafa fengið leyfi til að ríða íslendingum í r....á slig meina ég. Það sem er öllu verra.......íslendingum virðist líka það vel! Hvað þarf til að koma okkur úr jafnvægi og mótmæla? Annars er ég bara góður...

Það er búið að sanna tilveru jólasveinsins....

Það  er komin óyggjandi sönnun þess að jólasveinar eru til. Ég hef auðvitað alltaf vitað það en neita því ekki að eftir að ég náði fertugsaldrinum tók ég mjög að efast. Þær voru svosem ekkert á vísindalegum grunni byggðar þessar efasemdir mínar. Þegar ég náði þeim merka áfanga í lífinu að verða fertugur, en einmitt á svoleiðis tímamótum lítur maður stundum um öxl, komst ég að því að ég hafði ekki fengið í skóinn síðan árið sem mamma dó! "Og hvað?" kynni þá einhver meðalgreindur einstaklingur að hugsa en vitið þið hvað, efasemdafræi hafði verið sáð í litla sál í litlum manni...Ég tók nú mjög að efast.....en sökum þess hve illa ég hafði hagað mér á þessum árum, þorði ég ekki að kvarta opinberlega. En hafði nagandi samviskubit yfir hlutum eins og að fara seint að sofa og stríða yfirmanninum og svona...æi þið vitið hvað óþekktarormar gera. Öll hafið þið sjálfsagt átt svona efasemdatímabil í lífi ykkar....eða ég vona að ég sé ekki sá eini. En nú veit ég að jólasveinninn er til. Dóttir mín sagði nefnilega við ömmu sína; "ég veit að jólasveinar eru til". Nú sagði amma. ;"já, ég veit að mamma myndi aldrei nenna að vakna til að setja skóinn!". Þar hafið þið það! Hann er til! 

 

Gulli litli er sannfærður! 


Hvenær er fengitíminn........á Grenivík?

Mér liggur mikið á hjarta núna. Get ekki orða bundist, það er svo yfirgengilegt bruðlið í landinu. Árum saman var fjöldi manna að vinna í Fjármálaeftirlitinu við að "passa syndir" og er skemmst frá því að segja að það virkaði ekki neitt. En látum það nú vera ef við hefðum lært eitthvað af þessu vita gagnlausa eftirliti. Nú á dögunum var ég að labba á Hlemmi, starfs míns vegna(embættismaður hjá Jóni Gnarr) og þá rek ég augun í Passamyndir á Hlemmi. Þá var mér öllum lokið....og hugsaði með mér að lítið höfum við íslendingar lært. Þarna var eitt stöðugildi, heill starfsmaður í að passa myndir. En það var samt ekki þetta sem ég ætlaði að ræða við ykkur. Ég held hann megi passa sínar myndir alveg er mér sama. Vinur minn hafði pata af því að rétt rúmlega 100% þjóðarinnar legðu við eyrun þegar ég segði eitthvað. Þannig er að ég....altso vinur minn, Steingrímur J Sigurðardóttir strætisvagnabílstjóri á Grenivík og mikill trúnaðarvinur minn, trúði mér fyrir því að hann ætti í mesta basli með að finna gimbur á sínu reki til að svara kalli náttúrunnar og æfa glímutökin með. Hann vissi auðvitað hvert væri best að leita ráða í þessum efnum....það er að segja til Gulla litla sem ekki hefur undan að segja konum á tíræðisaldri með blindrastafi til sætis í strætó(þá var ég auðvitað ekkert að segja honum frá tékkanum upp á 12 milljónir sem ég fékk endurgreiddan frá skattinum eftir að þeir hófu að skattleggja kynlíf). En spurning mín...Steingríms auðvitað er; Hvenær er fengitíminn á þessu landi eiginlega? Ég hef verið að reyna fræðast af fjölmiðlum fyrir minn trausta vin, en á þeim er lítið að græða. Einhver Gunnar á Hlíðarendakrossi strýkur hlíðina sína fríðu árið um kring, en það er ekki mín reynsla....afsakið hans Steingríms auðvitað. Alla vega sagði ég honum að mínir traustu lesendur myndu bregðast skjótt við og leysa þetta vandamál mitt...hans.

 

Stein.....Gulli litli. 


Gulli litli......risinn.

Þar sem ég er orðinn embættismaður hjá hinu opinbera feta ég varlega slóð bloggsins. Nú er svo komið að ég get ekki leyft mér, stöðu minnar vegna að láta eins og fáviti. Það er bara þannig að embættum hins opinbera fylgja miklar skyldur og afar mikil ábyrgð. Allt sem maður segir og gerir er snúið upp í andhverfu sína, rangtúlkað í fjölmiðlum og maður er látinn líta afar illa út. Borgararnir hafa sína skoðun á manni og láta hana óspart í ljós. Endalaus veisluhöld, 1944 og pylsa með öllu á Hlemmi. Já mikil er ábyrgð mín....sem strætóbílstjóri.

 

 

"Ég er opinber starfsmaður" er pikkuplína dagsins. Gulli litli er og verður risinn.. 


Isss.....mamma mín er miklu eldri!

Mamma mín væri um það bil sjötug núna hefði hún lifað.....jájá..
mbl.is Elsta móðir Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaggarnir standa sig eins og venjulega..

Srákarnir á Arnari hu, stolt Skagastrandar sverð hennar og skjöldur, láta ekki deigan síga frekar en fyrri daginn.....Nú er kátt í hverju koti á ströndinni...keep on rockin´ strákar!
mbl.is Aflamet hjá Arnari í einni veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynsvall, hópslagsmál og Icesave.....

Ég verð eiginlega sökum míns stranga uppeldis með guðhræðslu og góðum siðum að byrja á því að útskýra titillinn á færslunni. Hann er tilkominn eftir reynslu mína af síðustu færslu. Þar var fjallað um kynlíf ellilífeyrisþega í Bretlandi. Þar sem ég er vanur að meðaltali tveimur lesendum á dag á bloggsíðu minni, kom það mér alveg í opna skjöldu að mörg hundruð lesendur kíktu á þessa gjörsamlega vita gagnlausu og heimskulegu færslu um enn heimskulegra efni! Hvað varðar mig um kynlíf breskra gamalmenna? Tengingin við þessa nauðaómerkilegu uppfyllingarfrétt og von um krassandi svalllýsingar, hefur sjálfsagt eitthvað að gera með þessar ofurvinsælir mínar að gera svo þið vitið að ég ofmetnaðist ekkert. Staðreyndin er semsagt sú að kynlíf, ofbeldi og Icesave selur. Það eina sem minnir á þetta sukk allt saman í þessari færslu er hinsvegar titillinn, því restin fjallar um sauðfjárrækt í Skefilstaðahreppi til forna. Nei annars, það tekst örugglega einhverjum að snúa því upp í klám. Nei nú er stefnan tekin á 5 lesendur á dag. En að öllu gríni slepptu þá er ég í miðju rannsóknarverkefni á Facebook. Hvar nær maður betri þverskurði af fólki en nákvæmlega þar. Vegna þess að ég er atvinnubullari hef ég farið hamförum á Facebook og bullað þar eins og annarsstaðar. Hlegið mig máttlausan af statusum annara eins og "er að steikja kleinur" og "búin að snúa þeim við". Að maður tali nú ekki um "ég er víst alveg frábær" statusum, sem fólk með dapurt sjálfsmat notar gjarnan, til að upphefja slæma samvisku og annað sem forgörðum fer, og ég verð að minnast á hjón sem skrifast á í gegnum statusa hvors annars sitjandi kannski í sama stólnum á víxl. Það toppar allt og ein besta birtingarmynd þessarar gagnlausu iðju að lifa lífinu opinberlega. Ég er þeirrar skoðunar að fólk taki sig sjálft fullalvarlega. Við erum öll fífl á einhvern hátt. Ég er til dæmis algert fádæmafífl og það sem meira er, að það er fullt af fólki tilbúið í að skamma mig fyrir það. En þá að þessari bjánalegu tilraun minni. Statusar mínir hafa verið allavega, vitnað í djúp spakmæli meistara og skálda....yfirleitt engin viðbrögð. Skrifi ég hinsvegar "er að fara á klósettið" eða "er að fara í myndatöku hjá Playgirl" þá fæ ég skammir fyrir hverslags andskotans fáviti ég geti verið! Þá tók ég mig til og stofnaði hóp með nafninu "Get ég fengið að vera hálfviti í friði?" og sendi vinum mínum boð. Ég vildi eingöngu kanna hverjir taka sig alvarlega og hverjir ekki í mínum vinahópi....Innan þriggja klukkustunda voru komnir 500 aðdáendur! Ekki nema brot af því mínir vinir, því þeir vilja margir halda áfram að skamma mig í gegnum mailið yfirleitt sem betur fer...Það gleðilega sem kom út úr þessari vísindalegu rannsókn er að það eru til miklu fleiri fífl en ég! Þá ætla ég ekki að fara út í hversu mikil fífl þetta eru, en mörg eru þau...og langar út úr skápnum!

Gulli litli vill vera vitleysingur.....í friði..

P.S. Þetta er síðasta klámfærslan mín.....ég lofa!


Ég er farinn....

Er að pakka saman og er að flytja til Bretlands....I´m just a gigalo and..........þetta er ekki svona í dk.
mbl.is Fráskildir stunda oftast kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risar......stórir og smáir....

Þar sem það raskaði verulega heimsfriði og bloggheimar fóru á hliðina yfir síðustu færslu minni ákvað ég að taka mig saman í andlitinu(eða því sem eftir er af því) og ljúga satt núna. Sannleikurinn er sá að það gerist aldrei neitt í lífi Gulla litla. Talandi um Gulla litla, hann er jú sá eini sem ég hef smá þekkingu á og sá eini sem verður fyrir öllum þessum lygasögum og þolir að verða fyrir þeim, og sá eini sem hefur ekkert orðspor að verja. Afi minn Skafti var lítill vexti, en andlegur risi og húmoristi. Hann er höfundurinn að vörumerki mínu Gulli litli. Tólf ára var ég vaxinn honum yfir höfuð en það breytti engu, ég var Gulli litli! Þegar ég var kominn undir fertugt, höfðinu og herðunum hærri en hann, var ég enn Gulli litli. Þegar hann dó nærri 91 árs gamall, var ég enn Gulli litli. Mér þykir afar vænt um þessa nafngift og nota hana hvenær sem tækifæri gefst, en sannleikurinn er sá að ég er bara tæplega meðalmaður að hæð, greind, þroska og útlits. En ég nota þetta til að gera mig mikinn og langt til Húsavíkur. Svona fara bloggin hjá manni þegar maður er ekki tilbúinn með efni í blogg.....og ert undir meðallagi greindur, með athyglisbrest og langar að verða stór......jæja eru ekki allir í stuði? Annars man ég eftir því þegar ég var lítill...þá meina ég pínulítill, að ég var afar óánægður með nafnið mitt. Það er ekkert hægt að uppnefna mann þegar maður heitir Gulli litli. Eins og t.d. Erna ferna, Óli drjóli, Jónína .......uhh...tjónína, Arnar barnar og þar fram eftir götunum. En Gulli...pulli? Ég hallast að því að ég sé svona skemmdur út af því að ég var aldrei uppnefndur þegar ég var lítill.....minni. Talandi um minni...ég heyrði einn segja um daginn að hann vantaði stærra minni í tölvuna sína.....stærra minni? verður maður ekki að ákveða sig hvort það er stærri eða minni? Er nokkuð sektað fyrir að bulla svona?...hálfblankur þið skiljið...

 

Gulli litli stærri minni.....Verið væn við hvort annað og notið helgina til að uppnefna mig..


Alvöru bloggari......

Andinn kom yfir mig og ég setti mig í stellingar til að blogga.......................en svo nennti ég því ekki..

 

Gulli litli hvunndagshetja..


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband