Færsluflokkur: Bloggar

Nú missi.....

ég örugglega bílprófið! Ég verð að hætta að keyra eins og vitleysingur!
mbl.is Ekið á hund Danadrottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefarinn mikli....

Þetta lag verður númer eitt á plötunni FÓLK FER sem kemur út um leið og einhver nennir. Þetta er svona hundleiðinlegt popplag í g dúr. Píkupopp af bestu tegund....Ef gítar er við höndina þá er bara að renna í vinnukonugripin og þau standa undir textanum!

 

Skelltu laginu á (lagið er í tónspilaranum)og lestu í leiðinni. Ekki gleyma að syngja með.

 

VEFARINN MIKLI

(systkini systkina minna)

 

Fremstur á ferð um ókunnar lendur

frægar eru þínar hendur

Í smart-fötum góðum frá í gær

fyrirgefðu , kemst ég nær

Eins og grískra guða siður

gríðarlega vaxinn niður

í augunum þínum sé ég eitt

að undir mér er ekki neitt

 

viðl.

 

Ertu systkini systkina minna ?

Sérð´ekki til okkar hinna ?

en ég aðeins vildi á mig minna

í einfeldni minni má ég kynna

mig fyrir þér

 

Allt sem almáttugur tekur

upp með kossi strax þú vekur

og allt þú gerir og allt þú tryggir

ef vantar hús, þá hús þú byggir

Allt sem fróðir þér reyna að færa

fyrir löngu ert búinn að læra

þeir heppnu fá að sjá þinn heim

og hlusta vel er þú kennir þeim

 

Listina þínir laga fingur

lifnar allt þegar þú syngur

Ef almúgann langar að yrkja brag

þú allan bætir og semur lag

Allur án þín minn hverfur kraftur

kemur strax er sé ég þig aftur

Síðan Davíð og drottinn földu sig

dísus kræst þá hef ég þig

 

7/10 2005. © ILLUG

em-g-am-c-d-em

viðl.g-d-em-c-bm-g-c-em-c-d-g

 

Þið kannist öll við týpuna. Öll komment vel þegin…góð og vond!

 

Gulli litli.

 


Upp á bak....

Ég hef verið að horfa á fréttir af þessum undarlegu atburðum og ótrúlegu rimmu vörubílstjóra og lögreglu. Það mætti halda að öll þessi myndskeið sem maður sér í sjónvarpinu séu tekin upp á Vesturbakkanum.... Mér finnst og mér er málið skylt því ég gerði út bíla í 19 ár, að báðir aðilar hafi þið vitið upp á bak. Sturla talsmaður vörubílstjóra gæti hugsanlega átt eitthvað ólært í mannasiðum og lögregluna vantar umburðarlyndi. Nú spyr ég eins og fávíst barn; Hvað hefði gerst ef lögreglan hefði bara látið trukkakallana eiga sig og leyft þeim að loka götunni? Hefði þá einhver komið og seint í vinnuna? Só? Það sem ég meina er, var raunveruleg hætta á ferðum. Vörubílstjórar fáið ykkur forustu sem talar ykkar máli! Einhvern sem kann að tala skipulega og kurteisilega. Þetta verður ekki leyst nema að menn tali saman , kylfur, táragas og dónaskapur leysa ekkert.

Gulli litli með meiraprófið... 


Allt um ekkert...

Það er svo mikil gúrkutíð hjá mér núna. Sumarið er komið og maður heyrir ekkert annað en í fuglunum sem eru á fullu í sinni árlegu hreiðurgerð og ástaratlotum. Gestir sumarsins byrjaðir að reka inn nefið. Númi bróðir minn opnaði sísonina með sinni heimsókn. Hann kom með börnin sín, Birtu og Kristófer (Trukk frænda) og við hugguðum okkur í nokkra daga ásamt Óskari bróður okkar og co. Alltaf mjög gaman þegar Númi rekur inn nefið. Næst kemur hann með kvinnuna sína og nýja barnið sem er væntanlegt í næsta mánuði. Talandi um börn þá var Jonni frændi minn að fá fjórðu stelpuna nú á dögunum. Til hamingju með það. Þetta er orðið dágott kvenfélag hjá þér! Næst kemur strákur. Nú er búið að blogga heilmikið um nákvæmlega ekkert!!

 

Gulli litli núll og nix... 


þarna sjáiði.....

hvað er gaman að búa í Danmörku! Svo kostar bjórinn bara baunir........
mbl.is Ástarleikurinn barst út á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að sjálfsmorði....með vísitölu Volvo.

164 010Gulli litli svalaði bíladellunni með því að kaupa sér vísitölu Volvo. Þessi bíll var alveg splunkunýr árið 1971. En hann er eiginlega splunkunýr ennþá. Þetta var svona "Rollsinn" hjá Volvo á sínum tíma og þegar ég var lítill (minni) voru þeir kallaðir "Tigerinn". Á þessum tíma var þetta eini týpan  frá Volvo sem hafði 6 zyl B 30 vél en flestir voru með þessa dæmigerðu 4 zyl B 18 og B 20 vélar (þessi fróðleiksmoli var í boði bílgreinasambandsins) sem Ameríkönum þótti auðvitað ekki nóg. Þessi týpa var sem sagt ætluð ameríkíumarkaði. Þeim Evrópubúum sem varð á að kaupa þessa bíla hentu sér allir í sjóinn skilst mér á föður mínum! Ég fer að sækja gripinn til Gautaborgar næstu helgi með ferju og nú er bara að sjá hvort ég hendi mér í hafið eftir að hafa eignast safngripinn!

 

 

Gulli heitinn Hjaltason 


Skafti..

Skafti Fanndal Jónasson 4Kári Lár frændi minn og eðalmenni sem býr vestur í Dölum ásamt Stínu sinni og nokkrum útikömrum sem eru í byggingu, sendi mér þessa mynd ásamt nokkrum öðrum. Myndin er af einum mesta töffara norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað. Þessi garpur er afi minn og hét Skafti Fanndal Jónasson. Hann dó langt fyrir aldur fram(finnst mér) í hitteðfyrra aðeins 91 ára. Það er auðvitað enginn aldur fyrir svona gaura. Hann hefur alltaf verið og verður alltaf mitt átrúnaðargoð í lífinu. Ef ég ætti að líkjast öðrum en sjálfum mér þá myndi ég vilja líkjast afa. Hann er mikill áhrifavaldur í lífi mínu og enn þann dag í dag er hann að leiðbeina mér. Þið haldið mig örugglega ljúga þegar ég segi að í hvert sinn er ég er að gera einhverja helvítis vitleysu(það kemur einstaka sinnum fyrir) eða er að láta skapið hlaupa með mig í gönur þá finn ég oft þessa dásamlegu pípulykt sem hann var þekktur fyrir. Ég held, nei ég veit að hann sé að minna mig á að haga mér eins og maður. Saga Skafta er svo samtvinnuð sögu Skagastrandar að hún ætti í raun að heita Skaftaströnd. Blessuð sé minning hans..

 

Gulli litli.

p.s Kári takk fyrir myndirnar 


Røved og Tarm...og Bramdrupdam

Á leið í vinnuna ek ég alltaf í gegnum bæ sem heitir Røved. Þetta nafn hljómar í sjálfu sér ekkert illa. En merking nafnsins gæti hugsanlega komið við kaunin á einhverjum. Lausleg þýðing er nefnilega Rassgat. Hver vill eiga heima í Rassgati? Annað bæjarnafn hef ég rekist á og það er Tarm. Lausleg þýðing gæti verið þarmur! "Hvar býrðu?". "Ég bý mitt á milli Þarms og Rassgats". Eitt enn undarlegt bæjarnafn er svo Bramdrupdam. Ekki treysti ég mér til að þýða nafnið en sem betur fer þarf ég ekki að segja þetta nafn oft á dag....

 

Gulli litli

Rassgötu 7

Borubrekkuamti

Lend. 


Hver sagði...

að nú væri fjárfestingafylleríið búið og nú væru langir og strangir timburmenn framundan? Einhverjir virðast eiga eitthvað í pokahorninu til að eyða. 14,8% aukning á nýskráðum bílum...Eru allir á nýjum bílum á Íslandi? Ja, nútíminn er trunta!
mbl.is Nýskráningar bifreiða aukast um 14,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér eru nokkrar...

ástæður þess að ég hef ekki getað bloggað.

Þannig var að daginn eftir síðasta blogg ákvað ég að drífa mig upp(tölvan er uppi) og blogga. Vildi þá ekki betur til er ég var að hlaupa í ákafa upp stigann að ég hrasa og fótbrotna. Í gifsi upp í nára samdi ég við konuna um að fara upp og ná í tölvuna mína. Hún gerði það og ég byrjaði að blogga samkvæmt mínum dýpstu gáfum eins og ég geri alltaf. Þá gerist það að harði diskurinn í tölvunni kveður þetta líf að því virðist ekki með neinum söknuði. Nú, frekar en að gefast upp fæ ég tölvu lánaða hjá konunni og var nú kominn á gott skrið með að blogga er danskur fáviti á Catepillar skurðgröfu grefur í sundur strenginn þannig að það er ekkert internetsamband! Ég hefði handskrifað bloggið og sent bréf á Mbl ef konan hefði ekki farið í vinnuna með eina pennann sem til er á heimilinu svo átti ég ekkert frímerki.

Þetta er allt saman haugalygi, ég hef bara ekki nennt að blogga...

Gulli litli aumingi... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband