Færsluflokkur: Bloggar
Nú eftir að ég eignaðist nýja vini ætla ég að dusta rykið af rússnesku kunnáttu minni. Kunnátta mín er ekki yfirgripsmikil, en tel mig þó getað haldið uppi samræðum á Rauða torginu ef í hart færi.
Vodka....
Dnepr.
Pobeta..
Lenigrad Cowboys.
Olga Svellana
Þetta ætti að nægja til samræðna á öldurhúsi í Moskvu...
Bréfsnef...
Athugið þetta eru bara undirstöðuatriði fyrir lengra komna..
Bloggar | 8.10.2008 | 12:08 (breytt 10.10.2008 kl. 20:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Það er með trega og tárum sem ég skrifa þessa færslu. Mér er illt í hjartanu. Að horfa og hlusta á fréttir frá landinu bláa er meira en mitt litla sálartetur þolir. Það getur ekki verið að allt sé ómögulegt á Íslandi. Hvar er nú hamingjusamasta og fallegasta þjóð í heimi?
Móðir mín var allt sitt líf fátæk og glöð. Þegar ég var að grenja yfir peningum og peningaleysi sagði hún alltaf; Iss, þetta eru bara peningar! Þarna er nefnilega meiginpointið. Þetta eru bara peningar. Við eigum hvort annað. Við getum tekið strætó í vinnuna og hvílt Range Roverinn(eða selt hann á Vöku uppboði). Dustaðu rykið af Laxness bókunum í staðinn fyrir að fara í bíó eða til útlanda. Taka slátur í stað þess að panta pizzu. Farið að elskast og eiga börn. Hættum þessum andskotans bölmóði.
Gulli litli fátækur barnakarl...
P.s. Hvar er nú "æ það reddast" sindróm okkar íslendinga?
Bloggar | 4.10.2008 | 06:48 (breytt kl. 07:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Elsku mamma.
Þú verður að fyrirgefa mér hvað ég er latur að skrifa og hafa samband. Ég hef bara verið svo upptekinn. Það helsta sem hefur gengið á hjá mér undanfarið, er í sambandi við vini mína. Þú manst þessir sem voru í partíinu forðum. Já, ég veit ég skulda þér fyrir kampavínið ennþá. Færðu ekki ellibætur? Eins og þú kannski manst þarna í partíinu þá gaf ég strákunum nokkra banka sem ég átti og var hættur að nota. Bara af því þeir voru orðnir leiðir á kvótanum sem ég gaf þeim fyrst. Manstu hvað þeir voru glaðir! Nú eru þeir búnir að leika sér með bankana í nokkur ár og ég veit ekki betur en þeir hafi skemmt sér konunglega við að bítta, kaupa og selja, og allt þetta sem strákar gera. Undarlegt hvað leikföng úreldast fljótt. Þeir komu til mín nú á dögunum strákarnir og sögðust ekki vilja vera memm. Af hverju? Jú, það eru engir peningar lengur í bankanum sem ég gaf þeim! Hver vill eiga banka með engum peningum? Meira að segja þú getur skilið það mamma mín. Þannig að ég keypti bara bankann sem ég gaf þeim forðum. Ég borgaði bara lítið fyrir hann. Áttatíuogeitthvað milljarða. Strákarnir voru eitthvað hnípnir yfir þessu og sögðu að ég væri ósanngjarn en ég næ úr þeim fýlunni seinna. Þá gef ég þeim bara bankann aftur þegar eitthvað er komið í hann af aurum og eitthvað með, spítala, útvarp eða eitthvað sem ég nenni ekki að eiga og getur glatt strákana. Ekki koma með þetta að ég sé að kaupa mér vini mamma. Það er ekki rétt. Já, ég veita að afi stofnaði Eimskipafélagið á sínum tíma og þú átt bréfin núna af því þú vildir ekki gefa mér þau þegar kjöt var á beinunum. Mamma mín, nú vil ég ekki hlutabréfin í Eimu gamla. Það nennir enginn að leika með það lengur. Ekki hrekkja neinn með því að gefa honum hlutabréfin.
Þinn elskandi sonur
Gulli litli díler..
p.s. Konan og börnin hafa það fínt..
Bloggar | 1.10.2008 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Atli Fanndal sonur minn hefur það meðal annars fram yfir mig og flesta í kringum sig, að það sem honum dettur í hug er yfirleitt nothæft og bráðsniðugt. Hann gaf okkur svona kökuhníf sem hann hannaði og fékk verðlaun fyrir á sínum tíma í Ráðhúsinu að viðstöddu fjölmenni. Þar sem við erum svo stolt af hlutnum stendur hann bara með viðhafnarsvip uppi á skáp. Atli er nú á Íslandi að hjálpa Ólafi Ragnari Grímssyni við afhendinguna og tala yfir hausamótunum á verðandi uppfinningamönnum..Við fylgjumst stolt með...Keep up the good work...
Gulli litli
Góðar hugmyndir verðlaunaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.9.2008 | 09:59 (breytt kl. 10:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég verð eiginlega að ljúka sögunni af þessum lygum mínum.
Hann settist á gamla olíufötu og starði fram fyrir sig og þagði. Nú var það hann sem var ekki í spjallstuði. "Ég var bara að grínast Huginn minn" sagði ég föðurlega og mátulega skömmustulega því það fór ekki á milli mála að hann var helsærður í sálinni. Í fyrsta lagi reiknar maður ekki með að foreldrar ljúgi að manni og í öðru lagi var hann að missa sína frægu vini. "Þetta var ljótt af mér, en þú átt eftir að hlæja að þessu seinna. Eigum við að skella okkur í Skálann og fá okkur Prins og Kók?" Ekkert svar. Ég var algerlega úti á ís. Hefði gefið mikið fyrir að fá að heyra hvað gekk á í litla kollinum. Hann virtist vera að hugsa um hvernig hann gæti refsað pabba sínum sem mest fyrir grallaraskapinn. Fjörtíu mínútur liðu án þess að upp úr honum kæmi eitt orð. Nú var svo komið að ég var orðinn rústir einar og niðurbrotinn yfir því að hafa hlaupið svona á mig með lyginni. Þá segir hann allt í einu ískalt;
"Þú kemur sko ekki í afmælið mitt!"
Þetta var þyngsta refsing sem hann gat hugsað upp til að ná sér niður á sínum hrekkjótta pabba! Að pabbi kæmi ekki í afmælið hans. Ég reyndi að vera alvarlegur yfir þessari þungu refsingu en endaði auðvitað með að hvellspringa úr hlátri sem endaði með að við veltumst um úr hlátri báðir tveir. Þess ber að geta að ég hef fengið að vera í öllum hans afmælum þrátt fyrir hótanir um annað.
Síðan er þetta frasi innan fjölskyldunnar þegar þarf á viðurlögum að halda þá er þyngsta refsingin alltaf; Þú kemur sko ekki í afmælið mitt!
Gulli fyrirmyndaforeldri...
Bloggar | 27.9.2008 | 07:41 (breytt kl. 07:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Já já ok ég var að ljúga. Frægasti maður sem ég þekki er Ingvar Tónabúðingur og Aðalheiður og Róbert sjoppueigendur á Skagaströnd! Hafið þið aldrei logið til að mikla ykkar persónu? Reyndar er ég meira fyrir að þekkja gott fólk en frægt. Gott fólk getur alveg verið frægt. En ég þekki bara gott fólk. En ég er þeirrar ónáttúru, að finnast afskaplega gaman að ljúga til gamans. Bara til að hlæja augnablik. Ég hef þó farið flatt á þessu og dauðséð eftir öllu saman. Þar sem ég er ekki frægur, þá má ég gera mistök. En sagan er svona;
Þegar sonur minn Huginn Frár var c.a. 6 ára var ég einu sinn staddur úti í bílskúr að bóna bílinn okkar. Hann kom og vildi spjalla og spyrja. Ég hinsvegar var ekki í neinu spjallstuði þannig að ég svaraði svona með hummi og hæji. Eins og öllum strákum er tamt, fór hann að gramsa í gömlu drasli. Og spyr og spyr og spyr. Var nú svo komið að ég svaraði bara einhverju og alveg útí hött. Þá rekst hann að gamlar Spice girls myndir frá systur sinni. Þessar myndir líta út eins og ljósmyndir heimilisins. Og hann spyr; Hva, þekkjum við Victoriu Becham?
"Já" sagði ég. "Við Victoría vorum einu sinni saman"
H; "Ha......og þekkjum við David Becham líka?"
É; "Já, hann er jú nýi kærasti Victoríu"
H; "Veit mamma þetta"?
É; "Já, ég neyddist til að segja henni þetta því þau eru að koma í heimsókn um helgina"
H; "Er David Becham að koma og heimsækja okkur? Er hann frændi minn?
Nú vissi ég að ég hafði gengið of langt í lyginni því hans hreina barnshjarta logaði af tilhlökkun.
É; "Nei hann er ekki frændi okkar" og reyndi að draga úr.
H; "Heldurðu að David sé til í að keyra mig og Ívan Árna í skólann?"
É; "það er svo stutt í skólann maður" nú var ég kominn í verulega klemmu.
H; "Erum við með símanúmerið hjá þeim?"
É; "Hlauptu inn og biddu mömmu um að finna rauðu bókina með símanúmerunum hjá gömlu kærustunum mínum og þar er númerið". Ég vissi að mamman myndi finna leið út úr þessu. Hann endasentist inn og hrópaði;
"Mamma, mamma, pabbi þarf rauðu bókina með símanúmerunum hjá gömlu kærustunum hann þarf að hringja í Victoríu Becham"
M; "Veistu að pabbi þinn á enga rauða bók með símanúmerum. Góði láttu hann ekki ljúga að þér".
H; "Jú víst, pabbi og Victoria voru einu sinni kærustupar!"
M; "Nei, hann er bara að plata þig"
H; "Var pabbi að plata?"
M; "Já og það er ljótt af honum". Hann kom niðurlútur til mín út í skúr og sló öll met í þögn. Vonbrigðin með pabbann voru augljós. Hann setti frystirinn á fullt. Það tók hann langan tíma að fyrirgefa pabba sínum þetta. Enn þann dag í dag þegar minnst er á þetta tilvik blóðroðnar hann og reyndar ég líka...Því það var ég og Mel C sem vorum saman....
Gulli litli lygalaupur
p.s. Myndin er tekin við hafnarvogina á Skagaströnd..
Bloggar | 25.9.2008 | 14:25 (breytt kl. 14:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ég hef ákveðið að blása til sóknar. Miklar skipulagsbreytingar munu eiga sér stað á síðunni minni næstu mánuðuna. Stefnt er að því að auka markaðshlutdeild verulega. Í mars 2010 er stefnt að því að aðsóknin verði að minnsta kosti 42 gestir á dag! Já, hljómar kannsi ekki í tengslum við raunvöruleikann, en þetta verður engu að síður gert. Ný ritstjórnastefna. Gripið verður til harkalegra aðgerða sem felast meðal annars í því að fjallað verður um heimsfrægt fólk sem ég þekki! Já, lesandi góður og þá á ég við ykkur báða(líka pabba). Þú hefur kannski haldið að ég væri bara nobody að norðan? Fyrst mun ég fjalla um hvernig ég kynntist Richie Blackmore......
Fyrir nokkrum árum síðan fórum við hjónin til Prag með starfsmannafélagi Arnars hu 1. Skemmtileg borg og skemmtilegt samferðafólk. Einn daginn vorum við konan á röltinu einhversstaðar í borginni og komum á svona útimarkaðstorg. Þetta var svona lengja af básum sem sem hlaðinn var allskonar glingri. Við grömsum þarna heillengi, skoðum og röltum um. Við löbbum svo fyrir hornið á einum básnum og þá geng ég beint og frekar harkalega í flasið á manni með hatt. Við afsökum og sorryum okkur í bak og fyrir og reynum báðir að taka á okkur skuldina. Þá sé ég að þetta er Richie Blackmore ásamt einhverri snákaleðurdrottningu. Við bara brosum vandræðalega og göngum afsakandi í burt. Konunni var fullkunnugt um aðdáun mína á hinum fingrafima gítarleikara og spyr alveg forviða; Hva, af hverju fékkst þú ekki að taka mynd af ykkur saman? Hver heldurðu að trúi þér? Huh hnussaði ég og svaraði grjótfúll; Hann þóttist ekki þekkja mig!
Gulli litli égþekkihannsvovel týpa
P.s. Myndina tók ég þegar við spiluðum saman á Wembley 1976. Ég hélt á myndavélinni..
Bloggar | 24.9.2008 | 10:18 (breytt kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Undanfarna mánuði höfum við heyrt allskyns hljóð að því er virðist í þaki hússins. Þetta magnast upp á kvöldin þegar víð erum að ganga til náða. Húsið er yfir 100 ára og með mikla sál þannig að í fyrstu veittum við þessu enga athygli. Þangað til að okkur var bent á að við hefðum "flagermuser i huset". Arg...hróp og köll, geðshræring og fleiri öskur....Sem íslendingi sem aldrei hefur augum litið leðurblöku risu auðvitað rasshárin af geðshræringu. Fyrir mér eru þetta vampírur, mannætur, blóðsugur og eitthvað enn verra. Ég íhugaði alvarlega að flytja heim í Skagafjörðinn og varpa kjarnorkusprengju á húsið mitt til að eyða þessum ófreskjum. Næst þegar ég þorði inn í húsið eftir þessa frétt með Álafossúlpuna rennda upp í háls, fór ég að lesa mig til. Þar á meðal bækling sem heitir Flagermus í huset sem Dyrenes Beskyttelse gefur út. Þar stendur beinlínis að ég sé fífl....eða þannig. Þetta eru friðsöm dýr sem gera aldrei neitt við neinn. Ekki nóg með það þau eru algerlega friðuð. Þannig að ef ég hefði varpað sprengju á húsið eins og unglingarnir í Pakistan, það hefði ég átt lögsókn yfir höfði mér.
Gulli litli dýravinur..
Bloggar | 23.9.2008 | 10:45 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Var að horfa á Silfur Egils. Nennti ekki að leggja á minnið hvaða gæjarnir heita sem töluðu nema dr. Gunni (því hann er bara venjulegur meðaljón eins og við hin). Almennt var mórallinn í þættinum sá að nú væri tími til kominn að fara að vinna með höndunum ekki bara að býtta á bréfum. Sem sveitamaður hef ég aldrei skilið hvernig er hægt að græða endalausa peninga á fyrirtækjum sem eru kannski ekkert að græða..Bara með því að endurskipuleggja þau í drasl! Nú er til dæmis búið að stokka allan sjávarútveginn upp mörgu sinnum, landsbyggðin hefur lotið í gras og í útrásinni var bara orðið "halló" að eiga sjávarútvegsfyrirtæki. Enda búið að býtta svo oft að meira var ekki hægt að ná úr þeim. Eimskipafélagið er búið að ganga í gegnum margar uppstokkanir og er nú komið að fótum fram. Það getur ekki verið að helmingur þjóðarinnar eigi að lifa á einhverju býttibraski. En bíðið við; forstjóri Glitnis segir nú að við eigum að snúa okkur að sjávarútvegi og orku og semsagt fara að framleiða. Búa til verðmæti fyrir þessa gæja til að býtta með! Stuttbuxnafyrirtækjabýttigaurar; Farið út að vinna með höndunum og búa til verðmæti á því að framleiða, ekki á að spila Matador.
Gulli litli lummulegi...
Bloggar | 22.9.2008 | 11:55 (breytt kl. 15:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
er rétta heitið á Selfossprestakalli núna, þar sem sr. Gunnar hrökk frá brauðinu..En auðvitað grafalvarlegt mál...
Gulli litli góði..
Gunnar lýsir yfir sakleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.9.2008 | 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)