Þrætubókafræði.....

Vegna mjög breyttra aðstæðna hjá mér er ég fluttur í ghetto í Aarhus. Þar er nefnilega hægt að leigja ódýrar íbúðir. Á dögunum fékk ég skýringuna hvers vegna, þær eru svo billegar. Þannig var að ég sat við tölvuna og var að reyna láta mér detta eitthvað gáfulegt í hug. Nú læt ég eins eins og að það hafi nú einhvern tíman borið árangur. Allt í einu heyri ég þessi líka ægilegu brothljóð. Ég hélt eitt andartak að Núma bróður mínum hefði dottið í hug að vaska upp, en hugsaði með mér að þá væri nú líklegra að það hefði fallið loftsteinn. Fljótlega áttaði ég mig á því að brothljóðin komu utan frá. Ég rölti út og sá að á götunni fyrir framan næsta stigagang lá ansi mikið af glerbrotum (varahlutir í rúður), bjór og öðrum nauðsynjum. Þar voru hjónakorn sem voru greinilega ekki alveg sammála, en höfðu greinilega verið sammála síðustu daga um áfengisneyslu. Um hvað þau deildu, veit ég ekki. En allavega karlinum var eitthvað farið að leiðast þófið, þannig að hann beygði sig niður og tók upp bjórkippu, sem hann henti víst út um gluggann án þess að opna aðeins áður, og rölti burt. Þá voru húsverðirnir komnir að þrífa. Ég áréð að spyrja annan þeirra um hvað hafi gerst. Ekkert sagði hann, þau voru bara að "diskútera"........Þar sem ég er nú friðsamur letihaugur, kom þetta mér spánskt fyrir sjónir.....en líklega er maður ekki nægjanlega sigldur.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er þó ekki ókeypis að búa þarna er það? Þú færð ekkert frían röndóttan fatnað???

Guðni Már Henningsson, 3.4.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Gulli litli

Nei því miður röndótt klæðir mig vel.......

Gulli litli, 3.4.2009 kl. 07:11

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Maður þarf stundum að leggja áherslu á orð sín!

Rut Sumarliðadóttir, 3.4.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Gulli litli

Ég held að það hafi ekki verið möguleiki að misskilja þetta..

Gulli litli, 4.4.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Brattur

Diskútering getur farið fram með ýmsum hætti... en það er niðurstaðan sem skiptir máli...

Brattur, 4.4.2009 kl. 10:38

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gulli, ég á ein teinótt sem ég er hættur að passa í.....

Guðni Már Henningsson, 5.4.2009 kl. 23:13

7 Smámynd: Gulli litli

það er toppurinn...Mig reyndar minnir að þú sért stór...og mig minnir að ég sé lítill....

Gulli litli, 8.4.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband