Hreinskilni er dyggð....

Á dögunum talaði ég við pabba minn sem ég geri auðvitað allt of sjaldan. Eftir að hafa talað um daginn og veginn (hann er gamall flutningabílstjóri), trúði hann mér fyrir því að fósturmóðir mín saknaði okkar svo mikið að hún væri farin að hlusta á tónlist eftir mig! En svo mikið sagðist hann þó ekki sakna okkar. Mér fannst þetta auðvitað bráðfyndið og þá rifjaðist upp fyrir mér þegar Tinna mágkona mín kom einu sinni í heimsókn. Þar sem hún er töluvert yngri en undirritaður, hafði ég áhyggjur af að henni leiddist dvölin og stakk upp á að hún færi út á lífið að djamma. Hún svaraði; ég er hingað komin til að hitta ykkur, ekki til að skemmta mér...............Ég kann ákaflega vel að meta hreinskilni...

 

Gulli litli skemmtikraftur..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er líka hér til að hitta þig Gulli litli og skemmta mér í leiðinni. Því þú ert alltaf skemmtilegur!

Rut Sumarliðadóttir, 8.4.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég kem hérna til þezz að hitta þig ekki & skemmta mér.

Steingrímur Helgason, 8.4.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

þessi var magnaður.

S. Lúther Gestsson, 9.4.2009 kl. 02:33

4 Smámynd: Gulli litli

Þið eru skemmtileg....

Gulli litli, 9.4.2009 kl. 08:19

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég skemmti mér frábærlega þegar ég les bloggin þín, þarf ekki að hitta þig til þess. 

Marta Gunnarsdóttir, 9.4.2009 kl. 08:37

6 Smámynd: Brattur

Góður Gulli litli! Þú ert nú ekki svo lítill þegar að húmornum kemur...

Maður sem ég vann með móðgaðist við tengdamömmu sína þegar hún sagði við hann þegar hann kom í heimsókn til hennar rétt eftir matinn;

Viltu ekki borða þessar restar Jóhann minn, þetta átti hvort sem er að fara í hundana...

Brattur, 9.4.2009 kl. 13:08

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góður ! 

Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli. 

Þegar fólk ferðast um langan veg til að setjast upp hjá ættingjum um tíma er það að sjálfsögðu gert af efnahagslegum ástæðum, ekki til gleði.  Þegar þannig háttar þá er ekki við því að búast að fólk hverfi aftur til síns heima fyrr en ferðakostnaðurinn hefur gert meira en að jafna uppihaldskostnaðinn heima.

Óvissuþátturinn er hinsvegar hversu mikinn hagnað ferðalangarnir telja sig þurfa að hafa út úr ferðalaginu til að réttlæta veru hjá óþolandi gestgjöfum sem vita hvaðan vindurinn blæs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2009 kl. 13:28

9 Smámynd: Gulli litli

Marta; sömuleiðis...

Brattur; Sem að minnir mig á góðan húmorista frá Skagastönd. Hann var í fermingaveislu hjá einni fínustu frú bæjarins. Þar hámaði hann í sig hnallþórur og brauðtertur. Þegar hann hafði raðað í sig fór hann fram í elhús til frúarinnar og sagði; Elsku F.... mín, gefðu mér nú eitthvað að drekka til að skola niður óbragðinu. 

Anna; góð..

Axel; Tek undir þetta. Þú þekkir bóndann á Keldulandi...

Gulli litli, 9.4.2009 kl. 18:13

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hhahahah! Mér líkar vel við Tinnu mágkonu þína!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband