Tilvistarkreppa...

Ég var farinn að upplifa mig svolítið einangraðan tónlistalega eftir að vinir mínir og sálufélagar Þór Sigurðsson og Jón Sigurðarson fluttu frá mér á landið bláa. Það meira að segja hvarflaði að mér að flytja á eftir þeim í niðursveiflubingóið þarna heima. En nú er ég feimni sveitastrákurinn á útkíkki hér í DK eftir fólki sem er svona álíka bilað og ég. Þetta útkíkk mitt varð til þess að ég skráði mig í sangskrivere klub sem reyndar er að lognast út af. Þar náði ég að kynnast tveimur tónlistarmönnum, annarsvegar Svend, skemmtilegur gítarleikari með rödd eins og Bob Dylan og hinsvegar rúmlega sextugri amerískri söngkonu og píanóleikara sem hljómar á köflum eins og Kate Bush. Þessir ágætu lagahöfundar og tónlistarmenn vilja gjarnan prófa einhverskonar samvinnu og nú bíð ég spenntur hvert þetta leiðir okkur. En samt ég ég sakna gömlu félaganna..Rögnvaldur gáfaði, Hreinn viðbjóður, Dósi, Hjörtur fokkin ei, Þröstur, Fannar, Stjáni Blö, Þorvaldur Skafta, Þór Sig, Nonni metall og svo mætti endalaust telja....

Gulli litli væmni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hreinn viðbjóður hahahahaha. Ég er viss um að hann er ánægður með sitt viðurnefni.

Gangi þér vel með þetta. Ég er viss um að þú leyfir okkur að fylgjast með.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.9.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Gulli litli

Jóna; Hann er mjög stoltur af öllum viðunefnunum sem hann hefur t.d. Hreinn drullusokkur, Hreinsi krem. En hann heitir því virðulega nafni Hreinn Laufdal.

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 13:01

3 identicon

Við söknum þín líka Gulli minn , en samt er líka svo gott að hafa þig í Danmörku þegar mann i vantar gistingu :)

Röggi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Gulli litli

Jæja, Röggi minn þá verd ég bara í DK bara svona fyrir þig....einhvers stadar verdur þú ad gista...hmmm. Hvad gerir madur ekki fyrir vini sína..

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, mér er skemmt, en get vel skilið að manns að nafni Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, sé sárt saknað!En hvítlauksbrælunni sem alltaf loddi við hann er ALLS EKKI saknað!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband