Skorstensfejeren kommer torsdag...

Þessi tilkynning beið mín í póst6a00e54fcd4c25883400e552b5ef6e8834-500wikassanum. Ég er svo mikið dæmalaust barn að mér finnst vera ákveðinn ævintýraljómi yfir (ja hvað er nú skorstensfejer á íslensku?Eina sem mér finnst ég hafa heyrt er sótari) sótarastarfinu. Jimjimmijim jimjimmi .... Hvað hét nú aftur myndin með Julie Andrews fljúgandi á regnhlíf? Ég varð alveg heillaður þegar ég sá sótara í fyrsta skipti og það eru bara svona þrjú ár síðan. Þeir eru eins og í ævintýrunum, með stórann pípuhatt, þar sem þeir geyma bókhaldið sitt, svartklæddir upp úr og niðurúr. Þeir bjóða góðan dag og taka ofan og þéra mann. Mjög virðulegt og greinilega mikið lagt upp úr að halda í gamlar hefðir. Var aldrei nein sótarahefð á Íslandi?

 

Góðar stundir fallega fólk..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú hlýtur að vera að meina Mary poppins Gulli minn með myndina með Julie Andrews. Er hins vegar ekki viss með hitt, en við tölum víst um Sótara er þrífa skorsteinana já.Sé nú ekkert slæmt við að varðveita barnið í sjálfum sér með einum eða öðrum hætti, bara gott mál og við gerum það nú flest með einum eða öðrum hætti. En þín húsakynni eru þá nokkuð komin til ára sinna greinilega.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Gulli litli

Mary Poppins var það....ég bý í 108 ára gömlu húsi sem er mikill ævintyraljómi yfir..

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, ert þá bara nokk svo öfundsverður, mitt hús "bara" um 45 ára, en þykir þó sumum vera aldið!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki hefð fyrir þessu á klakanum. Samt flest hús sem komin eru til ára sinna með skorsteini. Eflaust vegna olíufíringar. Man ekki eftir að hafa séð sótara.

Aldrei að gleyma barninu í sér segi ég. Barnalega.

Rut Sumarliðadóttir, 10.9.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gulli ég man eftir sóturum þegar ég var að alast upp á Akranesi, enda eldri tvævetra. Þá voru öll hús kynnt þar með olíu en sótararnir þar voru sko ekki með pípuhatta, í mesta lagi sixpensara. Þessir karlar voru alltaf kolsvartir af sóti og ég man að á sumum húsum, eins og heima hjá mér, voru mjög háir skorsteinar og maður dáðist að því þessir karlar væru kaldir að þora að standa upp á þeim.

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Gulli litli

Magnús; Þitt hús er bara unglingur..

Rut; Þetta er rétt hjá Þér, madur á ad vardveita barnid í sér.....nananabúbú..

Haraldur; Þad virdist vera virdulegra starf í DK....

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 18:47

7 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Kannast ekki við sótara hérlendis, bara sótsvartan sannleika eða hvað það nú var..... ég er sennilega að ganga í barndóm, varðveiti barnið svona líka svakalega vel.

Marta Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:19

8 Smámynd: Gulli litli

Sá sótsvarti raunvöruleiki á líklega ekkert skylt við ævintýri eða hvað?

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 21:00

9 identicon

Mér þykir leitt að tilkynna þér Gulli minn (segir meira en mörg orð um aldur minn)að ég man eftir Sóturum uppá húsþökum hérna á Akureyri meðan að enn var kynnt með Olíu , það er áður en hitaveitan kom til skjalana. Hérna voru nokkrir Sótara og er Ragnar Sót Skriðjökull ( sonur Gunna Sót ) einmitt kominn af frægri Sótarafjölskyldu.

Röggi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:06

10 Smámynd: Gulli litli

Audvitad Raggi Sót...madur hefdi nú getad sagt sér Þad sjálfur...Þú ert svona gamall já..

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Gulli litli

Þad var reyndar kynt med olíu heima hjá mér, en vid sáum sjálf um ad hreinsa...

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 21:30

12 identicon

Þetta er munurinn á dreifbýli og þéttbýli :) Ég man að þessir karlar voru nú ekki beint frínilegir , það sást hvergi í þá fyrir skít. Ég verð að láta fylgja sögu af Gunna Sót pabba hans Ragga Sót hann var mikill gleði maður líkt og sonurinn og einhverju sinni keypti hann gamlan löggubíl og svo var einhver að forvitnast um hvort bíllinn væri ekki góður og þá sagði Gunni Sót bíllinn er alveg ljómandi góður en ég ætlaði samt aldrei að venjast því að fara inní hann að framan :)

Röggi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:45

13 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 22:05

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

KLUKK, sorrý

Haraldur Bjarnason, 10.9.2008 kl. 22:27

15 Smámynd: Gulli litli

Þad er búid ad klukka mig, sorrý...

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 22:36

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einmitt hús á gelgjuskeiðinu hehe!

En svei mér ef þetta lifnar ekki við þegar Röggi mætir!

En ég var nú með þennan ævintýraljóma í huga varðandi sótarana í dag, en mundi ekkert sérstakt svoleiðis. En er nú aldeilis hræddur um að ég muni líkt og Röggi örlítið eftir þessu úr bernskunni, að ég tali nú ekki um Gunna Sót og sonin Ragga! En Gunni mun þó löngu fyrir tíð okkar Rögga (erum nú nokkurn vegin jafngamlir) hafa verið hættur í sótinu, karlinn lengst af prangandi með sjálfrennireiðar hér í bænum fagra við fjörðinn! Svo, sem Röggi sagði, var hann gleðimaður og þótti ei leitt að stunda glasalyftingar, m.a. nokkuð tíðum með mínum látna föður.

En það er nú önnur saga og hvorki sót né sætur ævintýrakeimur í henni!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband