Lífið hefur hendur kaldar...

c_documents_and_settings_temp_desktop_runar_julAuðvitað á maður að vera jákvæður á þessum erfiðu tímum, en maður má alveg leyfa sér að vera örlítið niðurdreginn, en bara stutt í einu. Fráfall eins af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar er eitt af því sem ég leyfi mér að vera leiður yfir. Hr. Rokk er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Þessi tímalausi töffari sem talaði með Keflvískum/Amerískum hreimi sem fyrir okkur norðlendingana hljómaði undarlega og töff. Hann rak stúdió sem var gjarnan kallað Upptökuheimilið og útgáfufyrirtækið Geimstein og hjálpaði mörgum ungum og dreymnum tónlistarmanninum af stað út í hringiðuna. Við sem ólumst upp við Fyrsta kossinn í Óskalögum unga fólksins sem og aðrir yngri og eldri minnumst hans með hlýju og velþóknun.

 

 

Gulli litli......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann var flottastur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Úbertöffar, sá hann í Glaumbæ heitnum, ber að ofan og sveiflandi sér, mikill missir af honum.

Rut Sumarliðadóttir, 9.12.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einn af okkar samtíðar Íslands beztu sonum, held ég að óumdeilt sé um hann sagt.  Ljúflíngur mikill sem söng yfir foldum texta míns félaga, "það þarf fólk einz & þig, fyrir fólk einz & mig..."

Það má líka syngja um Rúna.

Steingrímur Helgason, 9.12.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

Það verður allvega líf á himnum, Hr.Rokk hættir aldrei að rokka

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 10.12.2008 kl. 02:13

5 Smámynd: Gulli litli

Axel; Hann var thad...

Rut; Èg sá bara Glaumbæ brenna..

Steingrímur; Thad örlitla sem ég kynntist honum, thå skinu gæðin í gegn.

Thóra Lísa; Å himnum er hann örugglega thví hann var mjög trúaður..

Gulli litli, 10.12.2008 kl. 02:41

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Rúnni mun lifa með þessari þjóð eins lengi og hún hefur eyru til að heyra..

Guðni Már Henningsson, 10.12.2008 kl. 21:17

7 identicon

Hæ Gulli.

Hér í Kef varð allt hálf lamað þegar þessar fréttir bárust og ég hugsa að fólk verði lengi að sætta sig við fráfall Rúnars enda einn sá besti.

Annars bara að kvitta fyrir öll þau skipti sem ég hef laumast hér inn til að fylgjast með frændfólkinu mínu í DK

Bestu kveðjur á ykkur úr Reykjanesbæ

Berglind 

Berglind Karlds (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Gulli litli

Guðni; Það er nákvæmlega þannig.

Berglind; Sæl frænka, mikið þykir mér vænt um að þú kíkir hingað inn og þú þarft ekkert að laumast.....Bestu kveðjur..

Gulli litli, 11.12.2008 kl. 13:54

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hann var alveg frábær og greinilegt að Guð var ekki mjög sanngjarn í úthlutun á kúli, því Rúnar fékk meira af því en aðrir. En það var í lagi, því hann fór vel með það.

Ingvar Valgeirsson, 11.12.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Hann var frábær tónlistarmaður, mér brá þegar ég las um andlát hans á visir.is

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:22

11 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Blessuð sé minning hans -- minningin lifir og við njótum hans í gegnum músíkina - um aldur og ævi!

Birna Guðmundsdóttir, 12.12.2008 kl. 03:15

12 Smámynd: Gulli litli

Ingvar; Þegar hann á sínum tíma fékk hjartaáfall tóks honum að gera það töff.

Gunna; Ég held að öllum hafi brugðið óskaplega.

Birna; það er ekki hægt að taka það af okkur..

Gulli litli, 12.12.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband