Tundur blábarði Thomas trommara!

Nú á dögunum, þegar ég komst til meðvitundar og fór að kíkja á bloggsíðuna mína, hlustaði ég á tónlistina með Tundri í tónspilaranum. Ég fór í huganum að rifja upp þennan skapandi og skemmtilega tíma þegar við vorum að æfa og taka þetta upp. Við tókum okkur ekki allt of alvarlega, en vinnan við æfingar og upptökur voru stundaðar samviskusamlega. Um þetta vorum við sammála allir nema einn. Trommuleikarar eru alltaf til vandræða og þannig er það bara! Hverjir eru með hávaða milli laga á æfingum? Nema hvað, Thomas Keller heitir þessi trommari. Við sögðum gjarnan að hann væri eini íslendingurinn í hópum sem væri dani. Ég veit ekki um neinn sem kann fleiri afsakanir fyrir að koma ekki á æfingar. Einu sinni gat hann ekki komið vegna þess að sonur hans væri veikur. Við tilfinningakögglarnir í hljómsveitinni bráðnuðum alveg yfir umhyggjusemi trommarans fyrir fjölskyldu sinni........eða þangað til að við fréttum að sonurinn væri 16 ára! Á einni æfingunni, sem oftar,vorum við þrír af fjórum mættir og að vanda pirraðir yfir að Thomas Keller væri ekki mættur. Æfingin var sett í gang þó að einn vantaði. Á milli laga kepptumst við um að bölva Thomasi í sand og ösku. Ég öskraði "það þarf að berja helvítið". Þá hrópaði Þór gítarhetja; "Já, bláberja hann". Svo veltumst við um af hlátri yfir eigin fyndni. Þarna varð til lagið Bláberja Tom. Lagið fjallar um viðureign hljómsveitarinnar við þennan svikula trommuleikara. Besta er, að hann æfði seinna með okkur lagið og hljóðblandaði ásamt okkur auðvitað, en allan tíman án þess að vita að lagið fjallaði um hann. Enginn okkar þorði fyrir sitt litla líf að segja honum það. En það var stundum glott í stúdíóinu þegar Thomas söng hástöfum"Bláberja Tom".

 

Gulli litli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sömduð þið líka Rabbabara Rúna?

Rut Sumarliðadóttir, 6.1.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Gulli litli

Ég er alla vega saklaus af því....

Gulli litli, 6.1.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Brattur

hehehe... skemmtilegir stríðnispúkar...

Brattur, 6.1.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh "bláberja hann...." Ég skal trúa því að þið hafið verið glottuleitir........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 00:19

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2009 kl. 17:09

6 Smámynd: Gulli litli

Ég set til gamans textann hérna fyrir þá sem ekki nenna að hlusta;

BLÁ BERJA TOM

 

Í FERLINU UM FRÆGÐARDRAUMA

ER FJÓRÐI PARTUR STOPP

ÖNUGHEITIN UNDIR KRAUMA

ALLT SEM GERIST FLOPP

FÖSTUM ÞARF AÐ FARA HÖNDUM

UM FÍRINN SEM VELDUR TÖF

BINDA ÞARF HANN TRAUSTUM BÖNDUM

BERJ´ANN ON´Í GRÖF

 

BLÁ BERJA TOM

 

Á SUNNUDÖGUM SEST HANN NIÐUR

ÞVÍ SJÚKAN HEFUR DRENG

Á MÁNUDÖGUM MOLNAR FRIÐUR

MAÐURINN ER Í SPRENG

ÞRIÐJUDAGAR ÞRAUTASTUNDA

ÞÁ FÆR KALLINN KVEF

UM MIÐJA VIKU MANNINN FUNDA

Á MUNNINN HONUM GEF

 

BLÁ BERJA TOM

 

Á FIMMTUDÖGUM FASTUR ER

ÞVÍ FRÚIN ÞARF AÐ FÁ

Á FÖSTUDÖGUM EKKERT FER

ÞVÍ FRÉTTUM ÞARF AÐ NÁ

LAUGARDAGUR LÍÐUR HJÁ

AF LINKIND ER EI LAUS

TÍTT VILL  HONUM TEYMIÐ LJÁ

TROMMUKJUÐA Í HAUS

 

BLÁ BERJA TOM(það þarf að)

ILLUG 25/3 2006

D  FIS  G  A  D  FIS  E  A  C  D

VIÐL.  e-g-a

 

Gulli litli, 7.1.2009 kl. 19:06

7 identicon

Það hefði verið gaman að sjá Hind berja hann.

Röggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Gulli litli

Hvad med ad allsberja hann?

Gulli litli, 7.1.2009 kl. 23:48

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já eða kræki-berja. Allavega endar þetta í einhverju berja-mauki. Vona samt ekki í jarða-berja.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:29

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gulli; 'Eg tek þig líka mjög alvarlega.   Í sjálfflengivélina með þig.   Ekki seinna en strax.   Og þú átt það örugglega skilið.

Fer annars að hafa áhyggjur af síðunni þinni.  Fer ekki Mbl. bráðum að loka þessu á einhverjum BSDM forsendum ?   Allt þetta Berja-Tal ???

Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 04:57

11 Smámynd: Gulli litli

Úps.......bannad innan 18...

Gulli litli, 9.1.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband