Niðurstaðan úr greindarprófinu er leyndarmál..

Nú ætla ég að opinbera og staðfesta þann orðróm að ég sé vel undir meðallagi að greind og félagslegum þroska. Það er þess vegna sem mitt síðasta blogg var svo ofbeldisfullt og klámfengið(hm). Þannig er að ég eins og allir táningar í heiminum gerðist fésbókari. Það var gert til að klóra yfir þá staðreynd að til fimmtán ára aldurs hélt ég að Kaupfélag Skagfirðinga væri nafli alheimsins. Ég fór mikinn í fyrstu og átti fljótlega marga "vini" og fann bæði gamla drykkjufélaga, frændfólk sem og gamlar kærustur sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa ekki talað við mig í mörg ár. Þetta var mjög gaman í byrjun en svo fór mér að leiðast þófið. Og nú kemur svo opinberunin; Hvað gerir fólk á Facebook? Nota bene ég nenni ekki faðmlögum, kossum og mannránum. Eftir að vera búinn að skoða gamlar myndir þarna inni og finna fólkið, þá nenni ég ekki að hanga yfir þessu lengur. Ég fæ miklu meira út úr því að blogga á Mbl. Er það bara ég sem er svona vitlaus? Er einhver sem getur hjálpað mér, eða er mér ekki við bjargandi?

Gulli litli knappi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég næ þessu feisbúkk æði ekki, og hvað þá heldur smölun fjölmiðla, mogginn hefur komið með reglulegar fréttir, ég man eftir "25% þjóðarinnar á facebook", svo "meir en 30% þjóðarinnar á facebook" og nú síðast 97% ungra og ríkra á facebook, bara gamlingjar, fátækir og geðveikir (eins og ég væntanlega) sem ekki eru þarna gapandi og myndandi tengslanet fyrir hið nýja vélvædda stasí.... já, því hver á facebook?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nenni því ekki, ég er öruggleg geðveik líka

Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - þér er ekki við bjargandi......."Kaupfélag Skagfirðinga nafli alheimsins"

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Fyrst þú vilt ekki gefa okkur upp einkunina úr greindarprófinu, viltu kannski gefa okkur upp hvernig tölurnar voru úr fitumælingunni. Þú hlýtur að vera búinn að prufa svoleiðis?

Hvað er þetta facebook?

S. Lúther Gestsson, 9.1.2009 kl. 16:59

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég er með síðu á fésinu en hef ekkert verið þar undan farið, síðast þegar ég kíkti þar inn að þá beið mín hundruð skilaboða í formi kossa, faðmlaga, gjafa og hellings fleirru og svo er alltaf verið að ræna mér. Ég held að mbl.is sé miklu öruggara það er allavega engin að ræna mér hér.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skil þetta ekki heldur og mælist þó með greindarvísitölu að upphæð 139......... en það var reyndar áður en krónan féll. 

Ég stofnaði mig á fésinu en er ekki að finna mig þarna.

Anna Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: Brattur

... þú ert líka svo fjári skemmtilegur bloggari... keep it up... líkur sækir líkan heim... ég er líka svona meðaltalsjón... var reyndar bara að sjá það núna í fyrsta skiptið að Kaupfélag Skagfirðinga væri ekki nafli alheimsins... hvenær gerðist það?

Brattur, 9.1.2009 kl. 22:01

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fézbók er fjári ....

Steingrímur Helgason, 10.1.2009 kl. 00:32

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sennilega er ég svona álíka vitlaus og þú, Gulli minn, ef ekki bara vitlausari, því mér finnst líka skemmtilegra að leika mér í blogginu, en á fésinu.   Var sett þar inn, en er löt að kíkja þangað og líður gagnvart fyrirbærinu svona eins og það væri öldruð frænka, sem verður að heimsækja endrum og eins til að friða samviskuna.

Vissulega er ósköp vinalegt hvað margir vilja vera vinir manns þarna, en öll þessi "mannlegu" samskipti eru svolítið yfirþyrmandi fyrir svona fáskipta og innhverfa konu...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 01:32

10 Smámynd: Gulli litli

Gullvagn; vélvædda Stasí, góð hugmynd.

Rut; ég veit um marga mikið geðveikari.

Hrönn; takk fyrir innlitið.

Lúther; ég lenti í o-flokki, og ég spyr um það sama. Hvað er þetta Facebook?

Gunna; passaðu bara að þér sé skilað aftur.

Brattur; það er best að ég ræni þér.

Steingrímur; sammála

Hildur; Við skemmtum okkur saman vitleysingarnir á blogginu.

Takk fyrir komuna og athugasemdirnar, það gleður sannarlega mitt gamla hjarta að þið nennið að lesa þessa þvælu.

Gulli litli, 10.1.2009 kl. 13:00

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gulli ertu að meina það, að Kaupfélagið hafi ekki verið nafli heimsins?

Facebook hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2009 kl. 11:15

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki erfitt að nenna að lesa þig snáðan úr gulli!

Þú ert æði og STeini líka. Hildur Helga er auðvitað eftirsóknarverður kvennkostur, ekki vitlausari en það og rut suðurnesjasvíti ekki svo slæm!

Ég hef aldrei farið inn á þetta Fésdæmi og mun ekki gera!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 14:41

13 Smámynd: Gulli litli

Axel; já það er verið að tlja manni trú um þetta. Já feisbúkk hvað.

Magnús; Hér eru miklar kostakonur minn kvensami Magnús, og þú missir ekki af neinu á fésinu.

Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:25

14 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 12.1.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

90-60-90

Rut Sumarliðadóttir, 12.1.2009 kl. 15:33

16 Smámynd: Gulli litli

Rut;thú ert greinilega mjøg greind....

Gulli litli, 12.1.2009 kl. 20:30

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha!!!?? afhverju rænir mér enginn? Á ég að taka það nærri mér?

Skil hvað þú meinar. Ég er með síðu á fésbók og er agalega löt að fara þar inn. Sérstaklega til að meðtaka kossa, gjafir o.þ.h. Hangi frekar hér inni

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2009 kl. 14:45

18 Smámynd: Gulli litli

Jóna; var ekki búid ad ræna thér?

Gulli litli, 13.1.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband