Ég vann áfangasigur......

Í ímynduðu ímyndarstríði milli Íslands og Danmerkur, sem háð er á vinnustað mínum. Það kom reyndar ekki til af góðu. Vinnufélagi minn fékk þumalfingur sinn í klemmu milli keðju og járnbita og auðvitað var ég á krananum. Hann argaði sem vonlegt var og ég slakaði og fór á vettvang sannfærður um að hafa rifið handlegg hans af við öxl ef ekki ökkla, þvílík voru hljóðin. Hann tognaði lítilsháttar og mikil mildi að ekki fór ver. Hann brosir nú hringinn og fær að vera heima í viku á launum. Mér var mjög létt við að skaðinn væri ekki alvarlegur. Eins og flestir vita eru danir miklir skriffinnar og skýrslugerðamenn, og varð ég að útfylla eina slíka. Af því að þetta var ekki alvarlegt slys ákvað ég að fífla verkstjórann aðeins í skýrslugerðinni. Svaraði öllu mjög samviskusamlega á skýrsluforminu. Við spurninguna; Hvernig atvikaðist slysið? svaraði ég að fórnalambið hefði talað svo illa um Ísland og íslendinga! Þegar verkstjórinn las skýrsluna sagði hann; "þú ert fífl(fjols)" og bætti svo við afsakandi; "en það á ekki við um alla íslensku þjóðina". Því hefði hann ekki bætt við ef ég hefði ekki reynt að aflima landa hans!

 

Gulli geit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú þarft að vera góður við danina Gulli, ekki slíta af útlimi, skamm, skamm.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Áfram Ísland....og Gulli geit...af danska Tuma þumal sleit....

næstum því....því miður...líkt og hans er siður.

Næst skaltu bara hífa upp en ekki niður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.1.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi saga minnir mig á Sigga Möngu, þann heiðursmann. Hann var (og er) ótrúlega hörundssár. Hann vann um tíma með mér í skipasmíðastöðinni, þegar hún var og hét.

Eins og gengur átti hann það til að meiða sig rétt eins og aðrir. Það gilti einu hvernig meiðslin voru þau voru öll afgreidd á sama hátt. Hann hélt um "báttið" hoppaði eins og kengúra um alla stöðina organdi jafnframt því að æpa formælingar og fyrirbænir. Hann átti það jafnvel til að grípa það sem hendi var næst og fleygja því eitthvað út í loftið, eins og afl leyfði. Oft lá við slysum af þessum aukaverkunum.

Þeir sem ekki þekktu til karlsins hrukku í kút og héldu að stórslys hefði orðið, sem reyndist svo aðeins rispa eða hrufl.

Það eru óendanlegar sögur til af blessuðum karlinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Gulli litli

Rut; ég er alltaf góður við dani....bara misgóður.

Svanur; samþykkt...

Axel; Möngu Siggi er efni í mörg blogg....

Gulli litli, 14.1.2009 kl. 18:23

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gó Gulli!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 20:00

6 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

gód og örugglega engar ýkjur í henni thessari -um skriffinskuna og hinn brosandi heimahangandi dana

Birna Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Það var eins gott að þetta var bara þumall..... þótt slæmt sé.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hugtakið um "hvenær maður aflimar mann & hvenær maður ekki aflimar mann'' er ekkert názkylt bókinni um Tuma þumal, en einhver Brimarhólmzvizt gæti fylgt, ef bókztafurinn er látinn standa of bókztaflega.

Steingrímur Helgason, 15.1.2009 kl. 00:35

9 Smámynd: Gulli litli

Hrönn; ég reyni.

Birna; engar ýkjur...

Gunna: Hjá unga fólkinu er þumallinn pleisteisjon fingurinn..

Steingrímur; Jón Hreggviðson hefði klárað málið..

Gulli litli, 15.1.2009 kl. 15:13

10 Smámynd: Brattur

hahaha... alltaf jafn yndislegt að vinna danina... ekki síst þegar þeir eru að stríða okkur... eigum bara eftir að hefna fyri 14-2 forðum... en það kemur að því...

Brattur, 16.1.2009 kl. 22:39

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband