Færsluflokkur: Bloggar

Var Júdas lögfræðingur?

Um Júdas hefur verið mikið skrifað og rætt og ekki hefur karlinn alltaf farið vel út úr þeim umræðum. Almennt talin svikari og skúrkur. Þó hafa síðustu ár komið fram kenningar um að kannski hafi Júdas ekki verið svo slæmur eftir allt. Mönnum hefur dottið í hug að  hann hafi verið að framfylgja nákvæmlega því sem Jesú sagði honum að gera. Hvað um það, Júdas er samnefnari yfir svikara hvort sem hann á inni fyrir því eður ei. Hvað væri Júdas að gera ef hann væri á markaðnum í dag? Miðað við myndina sem okkur hefur verið gefin er ekki líklegt að hann starfi sem sjálfboðaliði hjá mæðrastyrksnefnd, er það? Í Kassagerðinni? Nei, ég held ekki. Í mínum pælingum væri hann lögfræðingur..... Það er auðvitað flestir lögmenn góðir menn en orðspor þeirra yfirleitt á svipuðum nótum og orðspor Júdasar...

 

JÚDAS LÖGFRÆÐINGUR

 

MESSÍAS VAR AÐ MÖNDLI SÍNU

AÐ MÁLA KROSSINN SINN RAUÐA

MEÐ SANDPAPPÍR FÍNAN OG FÚAVÖRN

SVO FLOTTAN AÐ GERA KAUÐA

Á BÍLASTÆÐI VIÐ BARÓNSSTÍG

BARÐI HANN RYÐ AF SAUMUM

Í HÚSASMIÐJUNNI HEFIL FÉKK

SEM HENTAÐI LÚKUNUM AUMUM

 

MEÐ CAMELPAKKA OG COKE Í DÓS

KARLINN VAR HÁLFPARTINN ÞUNNUR

ÞVÍ LÆRISVEINAR OG LALLI DJÓNS

OG LÉTTKLÆDDAR FRAKKAR NUNNUR

SEM DÖNSUÐU Í GÆR Í VEISLUNNI VILLT

 VITRINGABREIK AF NATNI

HANN Í FÁTI BREYTTI Í BRENNIVÍN

BLINDFULLRI FÖTU AF VATNI

 

EN JÚDAS LÉK VIÐ LITLA FINGUR

LEYFIÐ BÖRNUM AÐ KOMA TIL MÍN

ÉG BÆTA VIL MITT BESTA TRIX

OG BLINDUM AÐ GEFA SÝN

EN MESSÍAS MÆLTI TRIKKIÐ Á ÉG

OG MAÐUR ÆTTI EKKI STELA

EN JÚDAS KYSSTI Á ENNIÐ KALT

HEY KIPPIÐ BURT ÞESSUM DELA

 

Í STEININUM HAFÐI SOFIÐ Í NÓTT

SILFRIÐ VAR JÚDASAR NÚNA

EN FÉLAGARNIR HJÁ FÓGETA

SEM FENGIÐ LOKS HÖFÐU TRÚNA

OG LAUSUM SLEPPTU GEGN SKILORÐI

EF SEKTINA MYNDI HANN GREIÐA

OG SEKTINA GREIDDI EINHVER ÚTGERÐA-GAUR

MEÐ GÍRÓI NORÐAN HEIÐA

 

 

 

 

 

19/10 2005 -28/10.05. © ILLUG

e7-g-f-e7-fism-bm-d-e7

 

Lagið er í spilaranum hér við hliðina. Gítarhljómar og allt. Reynið að hafa skoðun á því sem hér stendur.............

 

Gulli litli svikahrappur... 

 


Danaður vani eða vanaður Dani...

Mér verður stundum hugsað til þess hversu ólíkar þjóðir Danir og íslendingar eru þrátt fyrir skyldleikann. Danir opnir og skipulagðir en íslendingum skellt aftur og skipulag er eitthvað sem útlendingar nota. Þegar ég byrjaði að vinna hjá NRS a/s kom Michael vinnufélagi minn til mín og kynnti sig svona; "Komdu sæll, ég heiti Michael og ég er að skilja við konuna mína". Síðan hef ég þurft að leggja mat á allar hans kærustur sem hann hefur eignast í gegnum veraldarvefinn. Ég hef sinnt þessum skyldum mínum samviskusamlega og bara hlegið svona inní mér. Ég er þannig gerður að mér finnst mér ekkert varða um hvað vinnufélagarnir gera hvorki í rúminu né annars staðar. Það nýjasta hjá þessum vinnufélaga sagði hann mér nú á dögunum. Ég var í mínum vanalegu stellingum að þykjast vinna er Michael kemur og segir við mig "jæja, nú er ég að fara að láta taka mig úr sambandi á morgun". Ég renndi yfir í huganum hvort ég hefði borið upp spurninguna; Michael, ætlar þú ekki að fara að vana þig? Nei, ég hafði ekki rætt það neitt sérstalega við hann. "Nú" segi ég og bæti svo við "er það nú tímabært, 33 ára maðurinn og átt bara eitt barn?" Hann hélt það nú, hann ætlaði sko ekki að láta fleiri kellingar ná sér! (N.B. þetta eru hans orð ekki hins hófssama Gulla litla.) Ég velti því oft fyrir mér hvað veldur því að menn fara svona á trúnó við mig. Er ég eins og guð í framan eins og Þorbergur Þórðarson var gjarnan er hann þurfti á trúnaði Heggu litlu að halda? Eða eru Danir bara svona opnir?

Má sofa í vinnunni?

Ég er hræddur um að mínum verkstjóra myndi takast að misskilja það að ég svæfi á vakt.... Kannski er maður ekki að vinna á réttum stað. Veit einhver símann hjá Air India?
mbl.is Sofandi flugmenn fóru framhjá áfangastaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn Jón Ásgeir...

og Baugur og Bónus og Hæstiréttur og heila klabbið til Danmerkur...........Heyrðu Nonni...áttu ekki bara gott djobb handa mér kallinn? Hafðu bara samband, við finnum út úr þessu með launinGetLost..

 

Gulli liti frægiogfallegiwannabe.... 


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf gæti þrifist hér ef....

Ég held að við ættum aðeins að líta okkur nær. Auðvitað þarf að skoða allt og rannsaka en vantar okkur meira pláss? Eða hverjar eru pælingarnar? Hvað kosta svona æfingar? Er kannski hægt að metta milljónir með þeim aurum? Eða, eiga þessar rannsóknir eftir að skila einhverju í maga hungraðra? Er þetta kannski allt bara mikilmennskubrjálæði? Sá spyr sem ekki veit......

 

Gulli litli ? 


mbl.is Líf „gæti þrifist“ á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá frændum vorum....

Færeyingum að láta frændur vora Dani heyra það. Mér finnst það alltaf hálf grátbroslegt þegar þjóðir sem aldrei hafa veitt eða yfirhöfuð séð hval eru að skipta sér af. Það eitt að hafa lesið Moby Dick gefur ekki rétta mynd. Ekki greiðum við atkvæði hjá helstu olíuríkjum heims er það? Svei Danir ef rétt reynist að atkvæði sé falt hæstbjóðanda.......
mbl.is Vill Dani úr Alþjóðahvalveiðiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er á móti, en....

Ég er alltaf á móti dauðarefsingum og tel að við höfum ekki rétt til að taka líf annara. En...einu skiptin sem dauðarefsingar koma upp í huga mér er einmitt í svona málum. Að nauðga barni er audvitad audvirdulegasti og aumasti glæpur sem hægt er að fremja og ég neita því ekki að ég verð oft hugsi um dauðarefsingar er fjallad er um svona mál.......en samt á móti...


mbl.is Ekki dauðasök að nauðga barni samkvæmt Hæstarétt Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leirljós hvítabjörn á skaflaskeifum....

í Blöndudal? Æi er þetta  ekki að verða gott. Úlfur úlfur. Annars er víst aldrei of varlega farið. Allt er gott sem endar vel og þetta endaði 30 mín eftir tilkynningu og ráðherrann/frúin náði ekki einu sinni út á flugvöll í einkavélina því limman lenti á rauðu ljósiDevil .....
mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sankthans og nornirnar...og Jói..vera skýr!

Það er eldgamall siður í Danmörku að halda upp á miðsumar með nornabrennu. Þetta hafa Danir gert frá tímum Óðins og Þórs, það er að segja stuttu áður en ég fór að muna eftir mér. Annað hvort 21 eða 22 júní eru lengstu dagar ársins, en alltaf er haldið upp á Sankthans þann 23 júní þó svo að Sankthans dagur sé þann 24 júní. Ha, nú? Já svona er þetta og þetta minnir mig óneitanlega á föður minn. Þannig er að konan mín á afmæli þann 25 júní og hefur það verið þannig alveg frá því að hún fæddist. En pabbi hringir alltaf tveimur dögum fyrr og óskar henni til hamingju með daginn. Hún á bara afmæli á jósmessunni og það breytir því enginn hjá honum. En þetta var nú útúrdúr. Sankthans eða heilagi Hans, er Jóhannes skírari. Hann semsagt heitir Jóhannes en er kallaður Hans! "Jóhannes, vera skýrari"! Hvað um það, Jesú og Jói óskýri skiptu með sér árinu og einhverjir snillingar fundu út að Jesú(vinur Jóa) ætti afmæli þann 25 des og var því alveg gráupplagt að láta Hans Jóhannes eiga afmæli þann 25 júní. En svo vel sleppum við ekki.  Fræðimönnum hættir til að gera hluti flókna svo þeir líti út fyrir að vera gáfaðri en við sem neðstir erum í fæðukeðjunni. Þess vegna fundu þeir það út að best væri að Jesú ætti afmæli 6 dögum fyrir 1 jan eða 25 des og Jói boy 6 dögum fyrir 1 júlí eða 24 júní. En það er alltaf haldið upp á afmælið hans Jóa daginn fyrir afmælið hans Jóa! Halda upp á að hann á afmæli á morgun? Nú nenni ég ekki að spá í þetta meira.

Gaman væri að vita hvort einhver botnaði eitthvað í þessari færslu...Ég á svolítið erfitt með það sjálfur.

 

sr. Guðlaugur litli... 

p.s. Gaman að sjá hvað fáir vilja eiga Björn Bjarnason í skoðanakönnuninni hér til hliðar! 


Er nokkuð verið að gefa skít..

hjónabandið, þá heilögu stofnun? Nei, nei, auðvitað ekki, bara listamenn á ferð. Ekkert nema gott um það að segja....
mbl.is Brúðarklæði úr klósettpappír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband