Færsluflokkur: Bloggar

Og við létum börnin drekka Malt.....

og allt í gamla daga. Allar ömmur sem eitthvert fútt var í gáfu Malt. Öll börn stór og smá lágu semsagt í fylleríi með ömmum og öfum. Ja, heimur svo sannarlega versnandi fer. Nú fæst ekki lengur Malt með alkahóli, nú þá kaupir maður auðvitað grillsósu þegar maður vill detta í það. Reyndar yrði ég rígmontinn ef einhver myndi einhverntíman spyrja mig um skirteiniWhistling....

 

Gulli litli Daniels frá Alkahóli. 


mbl.is Of ung til að kaupa grillsósu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þá er þessari flugeldasýningu lokid...

og fólkið og ædarvarpid á Hrauni komið fyrir nes. Ég vil benda þeim á sem hafa stanslaust talað um "bjössa greyið" að það tekur mörg ár ef ekki áratugi að ná upp góðu æðarvarpi. Ég vona bara að Steinn bóndi þurfi ekki einn að bera skaðann ef einhver er. Svona skepnu á að fella strax! það er fólkið sem skiptir máli! Einfallt mál ad slá sér til riddara vid kaffibollann í 101........Punktur.
mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið...

Selma Dröfn Birgisdóttir og lýðveldið Ísland...

Gulli litli svili Selmu og sonur lýðveldisins Íslands, sverð þess og skjöldur...

p.s. Bendi á funheita og grafalvarlega skoðanakönnun hér til hliðar!


Steini á Hrauni....orginal töffari.

þegar Gulli litli var miklu minni voru  hann og Steini á Hrauni nágrannar. Steini sem unglingur og strax efnilegur stórbóndi, Gulli litli sem lítill drengstauli og efnilegur auðnuleysingi. Fjórtán ára flutti Gulli litli burt af Skaganum en Steini býr enn þar þrjátíu árum síðar. Fyrir c.a. fimmtán árum síðan var Gulli litli að svala ævintýraþrá sinni og var staddur á Kastrup flugvelli og átti satt að segja ekki von á að hitta neinn. Hvern hitti ég þar nema Steina á Hrauni. Ég held að ég hafi verið HISSASTI maðurinn í flughöfninni og þó víðar væri leitað. þetta rifjaðist upp fyrir mér nú þegar ég les um ísbjörninn og þá er Steini og dóttir hans og audvitad fjölskyldan öll þungamiðja dagsins. Góðar kveðjur í Hraun og faridi varlega.....

med venlig hilsen

Gulli litli

þeim sem finnst það ekki koma málinu við hvort Steini á Hrauni sé töffari eður ei skal þeim sömu bent á að þeim kemur heldur ekkert við hvað ég skrifa á síduna mína. Ég er orðinn leiður á umræðunni um ísbirni og vil láta fella þá strax! Fólk skiptir mig meira máli er birnir...

 


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta örugglega rétt?

Er þetta miðað við höfðatölu? Á kannski að reyna að segja manni að besti fiskurinn sé norskur? Besta lambakjötið Þýskt? Bestu álverin í Venesúela? Gulli litli danskur? VÉR MÓTMÆUM ALLIR!

 

Gulli litli þjóðargersemiBandit....


mbl.is Fegurstu konurnar ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkar endemis bullur eru þessir...

Kanar! Gott að þessi tækni er til eða hvað? Hvað gerir maður með svona tækni? Nú þætti mér gaman að sjá fólkið sem missti vitið þegar ísbjörninn var felldur og vill ættleiða hvali, mótmæla! Þetta er nú svolítið langt seilst er það ekki? Ekki það að ég hafi neitt á móti nekt, get meira að segja sagt að mér finnist hún bara til yndisauka. En ég er ekki viss um að tollarar sem eru misvitrir eins og annað fólk kunni með að fara. Það er mikil hætta á að Gulli litli og Pamela Anderson verð skoðuð mjög vel og ítrekað....Whistling....

 

Mr. Gulli litli Anderson.. 


mbl.is Gægjast gegnum föt farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt ad vera...

misheppnadari en thetta? Audvitad er thetta ekkert grín að manninum líði svona. En hversu misheppnað er manns volaða líf thegar manni tekst ekki einu sinni að koma sjálfum sér fyrir kattanef? Vonum ad hann fái bata á geðdeildinni.....

 

dr Gulli litli


mbl.is Sjálfsvígstilraun á röngum lestarteinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla bara að láta ykkur....

mínir örfáu en hundtryggu lesendur, vita það að konan mín var að útskrifast frá Social og Sundheds skólanum í Aarhus með 12 í einkunn! Í morgun áður en hún fór í prófið var hennar æðsta takmark að ná 4 svo hún myndi ná! Ég reyndar efaðist aldrei eitt augnablik um að hún myndi dúxa og það gerði hún svo sannarlega. Er við að springa í tætlur af monti.....búmm.

 

Við fjölskyldan mínus unglingurinn (sem var að taka scooterpróf í Aarhus og stóðst að sjálfsögðu) fórum í útilegu um helgina. Var Camp lettinum hent aftan í Súkkugarminn og brunað norður í Glyngør en þar á tjaldsvæðinu voru höfuð Fjallsættarinnar og amma rock á húsbílnum sínum. Þar var bara tjillað og huggað í fínum fílíng(er hægt að koma fleiri slettum fyrir í einni setningu?).  Á leiðinni hittum við unga drengi í rútu sem voru óvenju áhugasamir um Camp lettinn sem við fjölskyldan erum afskaplega ánægð með. Með góðlátlegu gríni var okkur gert ljóst að svona tjaldvagnar tilheyrðu söguöld. En við ætlum nú samt að nota Camp lettinn áfram og jafnvel Súkkuna líka...

 

Á eftir er svo von á góðum gestum. Helgi bróðir Kittu og hans famelía sem inniheldur þau hjón Helga og Selmu, Ásgeir og Birgi tvíburar nýbyrjaðir í skóla og með óseðjandi bíladellu, Jóhann sem er unglingur að aldri en fullvaxinn að stærð, Harpa Rún og Jóna Lind en þær eru svona í þann veginn að verða fullorðnar. Þessi fallega fjölskilda ætlar að dvelja hjá okkur í tíu daga og er mjög gaman að segja frá því..

 

Afsakið hvað ég er hugmyndasnauður og blogglatur þessa dagana. Takk þið sem nennið að lesa.

 

Gulli litli.. 

 

 


Heitir mannkertid.....

virkilega Donadoni? Ekki myndi ég skrifa undir nokkurn samning ef ég héti Donadoni.

Gulli litli helvítisdóni


mbl.is Donadoni skrifaði undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið pirrrrrrrrrrrrr.....

Ég er orðinn leiður á Ísbjarnarblúsinum.....Morðingjar, úlfur, úlfur....Veit enginn að ísbirnir eru hættulegir ? (ha, þessi þvílíka dúlla). Vitið þið að ísbjörn getur haldið á belju milli framhrammana? Vitið þið að ísbjörn borðar feitan útsel í morgunmat? Þetta veit ég þó að ég sé alin upp á eyðislóðunum sem að bjössi fannst á. Þegar ég var lítill (minni) langaði mig óskaplega að verða sauðfjárbóndi á þessum slóðum er yrði ég stór. En svo varð ég aldrei stór. En ef ég hefði orðið stór sauðfjárbóndi norður á Skaga hefði ég allavega ekki viljað fá ísbjörn í fjárhúsin um miðjan sauðburð. Þá erum við komin að aðalmálinu þið heimskuþý sem viljið fá ísbjörn sem gæludýr. Það býr nefnilega fólk á þessum slóðum þó ekki séu það margir. Þessi mannslíf (flestir í ætt við Gulla litla) eru dýrmæt.......Þess vegna var bjössi skotinn............og hana nú.....

 

Gulli sauður 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband