Færsluflokkur: Tónlist
MAMMONS BÆN
Ó HVE GAMAN VÆR´AÐ GEYMA AUÐ Í LJÓÐI
GLEYMA SÉR OG LAGIÐ SEMJA UM LEIÐ
OG HVER HENDING MYNDI VERдAÐ VÆNUM SJÓÐI
VILTU EKKI LEYSA MÍNA NEYÐ
-GERI SEM ÉG VIL
-ALLT EF ÉG MÁ TIL
VILTU EKKI GREIÐA MÍNA LEIÐ
ÉG VIL HEITA HIRÐSKÁLD ÞITT
HYLLA ÞIG DAG OG NÓTT
LÍTT´Á HÉR ER LJÓÐIÐ MITT
LAUNIN SENDU FLJÓTT
HEILU DAGANA ÉG SETJA MYNDI SAMAN
SÖNGVANA,ÞEIR ALLIR YRÐU UM ÞIG
HORFÐU NÚ OG HAFÐU AF ÞVÍ GAMAN
HENTU NIÐUR AURUM FYRIR MIG
-GERI SEM ÉG VIL
-ALLT EF ÉG MÁ TIL
ÉG GERI ÞETTA AÐEINS FYRIR ÞIG
ÉG VIL HEITA HIRÐSKÁLD ÞITT
HYLLA ÞIG DAG OG NÓTT
LÍTT´Á HÉR ER LJÓÐIÐ MITT
LAUNIN SENDU FLJÓTT
Lag og texti:illug 12/5´93
F7-Bb-D-D7-F-Em-G-F7-Bb-D-D7-F-Em-G
Am-Em-Am-Em-Am-Em-D
F-G-C-F-Dm-F-G-C-Dm-Em-F7
Fann í fórum mínum gamalt demó sem ég tók upp í kirkjunni á Skagaströnd 2003. Þetta á vel við í dag. Reynið að hafa skoðun á málinu.
Gulli og Kreppa frænka.
Demóið er í tónspilaranum!
Tónlist | 21.10.2008 | 17:30 (breytt 23.10.2008 kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það þýðir ekkert að koma með bloggfærslu nú á dögum öðruvísi en að ákveðin orð komi fyrir í henni. Þannig að ég ætla bara að telja þau upp snöggvast; Skuldatryggingaálag, gjaldþrot, lausafjárkreppa, heimskreppa, kreppa, verðtrygging, hluthafar, Davíð Oddsson, vextir, evra, ónýt króna, vöruskortur, lífeyrissjóðir, fjármálaGeiri, Geir H Haarde, Jón Ásgeir, Glitnir, þjóðnýting, aðhald(nei annars ekki viðeigandi), Landsbankinn, Kauphöll, Kaupþing, sterk staða, verg þjóðarframreiðsla og guð má vita hvað.
Hefst þá bloggið.
Síðustu helgi fórum við hjónin á bluestónleika. Hljómsveit Ole Frimer lék þessa líka fínu gamaldags bluestónlist. Ole Frimer er meira að segja þó nokkuð líkur Eric Clapton í útliti. Gaman af því. Ég eignaðist disk með þessum Ole Frimer og Peter Thorup sem er gamall heimsfrægur blúsari þó að ég hafi aldrei heyrt á hann minnst. Þessi Peter er víst farinn á fund feðra sinna fyrir einhverjum tíma síðan. Gott að fá góðan blús öðru hverju..En eru ekki allir í stuði ha?
Gulli litli bömmerogblues...
Tónlist | 6.10.2008 | 10:46 (breytt kl. 11:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um síðustu helgi fórum ég og konan ásamt nágrönnum okkar Ole og Jetta í bíó. Það eitt og sér er stórfrétt, það er að segja að við hjónin(gift í 18 ár 1 sept) förum í bíó. Mjög viðeigandi mynd eða Shine a light með Rolling Stones, því síðast þegar við fórum að sjá mynd í bíó var það Doors! (smá ýkjur). En það sem var sérstakt við þessa bíóferð var að þetta var útibíó. Í auglýsingunni stóð að maður ætti bara að hafa með sér klapstóla og svo sat maður bara úti á túni í Grenaa og horfði á The Rolling Stones í ljósaskiptunum, í boði Kulturhuset, Kino Grenaa og Djurslandsbank. Fantastisk oplivelse. Myndin er tekin upp 2006 á tónleikum í New York með allslags innskotum á gömlu efni. Síðast sáum við Rolling Stones að mig minnir 1998 í Parken ásamt 49 999 öðrum. Þá hugsaði maður með sér að það ætti bara eftir að velta Keith ofan í gröfina og það þyrfti bara einhver endilega að segja honum að hann væri dauður. Svei mér þá ef að karlinn var ekki bara hressari 2006. Það rifjaðist upp fyrir manni hvað þessi einfalda tónlist er ótrúlega gefandi. Krafturinn, spilagleðin og lífið í þeim er alveg hreint ótrúlegt. Ég meina þessir karlar eru að verða eða kannski orðnir sjötugir! Hvað um það nokkrir gestir sungu með gömlu mönnunum þar á meðal ungstirnið (hún var alla vega einu sinni ungstirni) Christina Aqulera. Yndisfagurt kvendi með stóra rödd. Fyrir utan sjö milljón myg stungur var þetta frábært kvöld og verður lengi í minnum haft....
Gulli litli Stones
Tónlist | 3.9.2008 | 13:07 (breytt kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mikil umræða hefur skapast á bloggi Jakobs bassaskálds og Jens ofurbloggara um hvort tónlist ákveðinna listamanna sé vond eða góð. Hefur þar gætt fordóma. Jens hinn mikli tónlistarpælari hefur mikla fordóma gagnvart léttri popptónlist og Magni söngvari mikla fordóma gagnvart miðaldra bloggurum. Skoðun á tónlist er undarleg skepna og að vera bloggari er ekki síður skrítin skepna. Ég kannast vel við að hafa fordóma gegn tónlist. Ég get nefnt að t.d. disco var ofar mínum skilningi á sínum tíma, þó að í dag viti ég út á hvað það gengur. Ég get nefnt að Abba tónlist þótti mér alltaf skemmtileg þó að ég hafi ekki viðurkennt það á pönkárunum. Ég einn ásamt Ossy Osborne hef þá skoðun að Noddy Holder sé með mestu rokkrödd sem nokkurn tíman hefur komið fram. Og hver er nú Noddy Holder hugsa eflaust margir, en það er ekki það sem skiptir máli. Í dag tel ég mig vera ákaflega umburðalyndan og frjálslegan í skoðunum á tónlist og tekst yfirleitt á finna eitthvað við tónlistina sem mér líkar eða skil eða og helst hvoru tveggja. Ég hef þó steytt á skeri í þessari viðleitni minni, sem dæmi reyndi ég mikið að skilja Sniglabandið en játa mig sigraðan í því máli. Tilgangur þeirra er vafalaust að vera fyndnir en fyrir mér eru þeir bara ekkert fyndnir. Annar kapítuli er svo ofmetnar hljómsveitir. Þegar ég hlusta á listamann eða hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt í fyrr, byrja ég alltaf á að athuga hvort hann semji tónlistina sjálfur. Já, ég hlusta öðruvísi á þegar listamaður er að flytja eigin tónlist. Ég gef alltaf þrjár stjörnur fyrir það eitt að semja sjálfur. Ég hef aldrei heyrt svo ég muni í Á móti sól þannig að ég ætla ekki að dæma en ef þeir semja sína tónlist sjálfir þá eiga þeir strax inni þrjár stjörnur hjá mér. Ef að helmingur þjóðarinnar hlustar á þá, þá getur maður varla sagt að sá helmingur sé bara grunnhygginn og viti ekkert um tónlist. En Magni þú ættir að fara varlega í að kasta í miðaldra bloggara því hvort sem þér líkar betur eða ver, þá nálgast þú óðfluga þennan hræðilega miðaldur og ert boggari. Það gerist hraðar en þú heldur. Það er líka veikleiki að láta gagnríni fara í taugarnar á sér. Jens hefur líka verið brokkgengur í sinum dómum t.d. hélt hann því fram einu sinni að hann nennti ekki á tónleika með cover hljómsveitum eins og Deep Jimi and the Zep Creams. Þeir eru ekki coverband frekar en Björk. Þarna eru bara fordómar og það gagnvart nafninu á hljómsveitinni. Nafnið lýsir hinsvegar bara hvaðan áhrifin koma. Niðurstaðan er alltaf sú að það er smekkur hvers og eins sem ræður. Það er ekki til vond tónlist, bara mismunandi eyru og skilningur.......
Gulli litli
Tónlist | 7.8.2008 | 11:37 (breytt kl. 11:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um Júdas hefur verið mikið skrifað og rætt og ekki hefur karlinn alltaf farið vel út úr þeim umræðum. Almennt talin svikari og skúrkur. Þó hafa síðustu ár komið fram kenningar um að kannski hafi Júdas ekki verið svo slæmur eftir allt. Mönnum hefur dottið í hug að hann hafi verið að framfylgja nákvæmlega því sem Jesú sagði honum að gera. Hvað um það, Júdas er samnefnari yfir svikara hvort sem hann á inni fyrir því eður ei. Hvað væri Júdas að gera ef hann væri á markaðnum í dag? Miðað við myndina sem okkur hefur verið gefin er ekki líklegt að hann starfi sem sjálfboðaliði hjá mæðrastyrksnefnd, er það? Í Kassagerðinni? Nei, ég held ekki. Í mínum pælingum væri hann lögfræðingur..... Það er auðvitað flestir lögmenn góðir menn en orðspor þeirra yfirleitt á svipuðum nótum og orðspor Júdasar...
JÚDAS LÖGFRÆÐINGUR
MESSÍAS VAR AÐ MÖNDLI SÍNU
AÐ MÁLA KROSSINN SINN RAUÐA
MEÐ SANDPAPPÍR FÍNAN OG FÚAVÖRN
SVO FLOTTAN AÐ GERA KAUÐA
Á BÍLASTÆÐI VIÐ BARÓNSSTÍG
BARÐI HANN RYÐ AF SAUMUM
Í HÚSASMIÐJUNNI HEFIL FÉKK
SEM HENTAÐI LÚKUNUM AUMUM
MEÐ CAMELPAKKA OG COKE Í DÓS
KARLINN VAR HÁLFPARTINN ÞUNNUR
ÞVÍ LÆRISVEINAR OG LALLI DJÓNS
OG LÉTTKLÆDDAR FRAKKAR NUNNUR
SEM DÖNSUÐU Í GÆR Í VEISLUNNI VILLT
VITRINGABREIK AF NATNI
HANN Í FÁTI BREYTTI Í BRENNIVÍN
BLINDFULLRI FÖTU AF VATNI
EN JÚDAS LÉK VIÐ LITLA FINGUR
LEYFIÐ BÖRNUM AÐ KOMA TIL MÍN
ÉG BÆTA VIL MITT BESTA TRIX
OG BLINDUM AÐ GEFA SÝN
EN MESSÍAS MÆLTI TRIKKIÐ Á ÉG
OG MAÐUR ÆTTI EKKI STELA
EN JÚDAS KYSSTI Á ENNIÐ KALT
HEY KIPPIÐ BURT ÞESSUM DELA
Í STEININUM HAFÐI SOFIÐ Í NÓTT
SILFRIÐ VAR JÚDASAR NÚNA
EN FÉLAGARNIR HJÁ FÓGETA
SEM FENGIÐ LOKS HÖFÐU TRÚNA
OG LAUSUM SLEPPTU GEGN SKILORÐI
EF SEKTINA MYNDI HANN GREIÐA
OG SEKTINA GREIDDI EINHVER ÚTGERÐA-GAUR
MEÐ GÍRÓI NORÐAN HEIÐA
19/10 2005 -28/10.05. © ILLUG
e7-g-f-e7-fism-bm-d-e7
Lagið er í spilaranum hér við hliðina. Gítarhljómar og allt. Reynið að hafa skoðun á því sem hér stendur.............
Gulli litli svikahrappur...
Tónlist | 6.7.2008 | 18:14 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sá hann í Voxhall í Aarhus fyrir tveimur árum. Entertainer af bestu gerð. Ég hef sjaldan verið svona heillaður á tónleikum......Frábær listamaður á ferð!
Gulli litli aðdáandi...
Mugison hefur margar sögur að segja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 5.5.2008 | 08:26 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég nenni ekkert að blogga. Ég meina það er 20 gráðu hiti dag eftir dag og svo nennir enginn að lesa það sem maður bloggar. Maður liggur bara í garðinum með öl og ég meira að segja mútaði syni mínum til að slá garðinn gegn 50 dkr. staðgreiðslu skattfrjálst.........Set inn textann Svíkjundanskatti frekar en að setja ekki neitt. Lagið er í tónspilaranum. Takið eftir AC/DC sólóinu í laginu.....
SVÍKJAUNDANSKATTI !
ÉG GERI ÞÉR TILBOÐ ÞÚ GREIÐIR MÉR
SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞAÐ ENGINN SÉR
SVO GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
ÉG VIL ENGA NÓTU HÚN NÝTIST EI MÉR
NURLAST ÞÓ SAMAN AUÐURINN HÉR
SAMT GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
VIÐL.
SVO FJÁRI EKKI FATTI
FJALLKONUNNAR MAKK
ÉG SVÍK´UNDAN SKATTI
STEL ÖLLU FAR VEL TAKK
GET ÞÓ GERT BETUR BURTU ÉG FER
UM BYLJÓTTAN VETUR ORNA ÉG MÉR
ÞÓ GRÆÐUM VIÐ BÁÐIR ÞÚ Á MÉR OG ÉG Á ÞÉR
23/2 1997 © ILLUG ..E-A-E-A-CISM-FIS .VIÐL ..E-H-A-E-FIS-H-E
Reynið svo að hafa skoðun og syngja með. Þangað til að ég nenni einhverju, bæbæ.
Gulli litli letihaugur og skattsvikari.............................................................................
Tónlist | 4.5.2008 | 16:42 (breytt kl. 16:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta lag verður númer eitt á plötunni FÓLK FER sem kemur út um leið og einhver nennir. Þetta er svona hundleiðinlegt popplag í g dúr. Píkupopp af bestu tegund....Ef gítar er við höndina þá er bara að renna í vinnukonugripin og þau standa undir textanum!
Skelltu laginu á (lagið er í tónspilaranum)og lestu í leiðinni. Ekki gleyma að syngja með.
VEFARINN MIKLI
(systkini systkina minna)
Fremstur á ferð um ókunnar lendur
frægar eru þínar hendur
Í smart-fötum góðum frá í gær
fyrirgefðu , kemst ég nær
Eins og grískra guða siður
gríðarlega vaxinn niður
í augunum þínum sé ég eitt
að undir mér er ekki neitt
viðl.
Ertu systkini systkina minna ?
Sérð´ekki til okkar hinna ?
en ég aðeins vildi á mig minna
í einfeldni minni má ég kynna
mig fyrir þér
Allt sem almáttugur tekur
upp með kossi strax þú vekur
og allt þú gerir og allt þú tryggir
ef vantar hús, þá hús þú byggir
Allt sem fróðir þér reyna að færa
fyrir löngu ert búinn að læra
þeir heppnu fá að sjá þinn heim
og hlusta vel er þú kennir þeim
Listina þínir laga fingur
lifnar allt þegar þú syngur
Ef almúgann langar að yrkja brag
þú allan bætir og semur lag
Allur án þín minn hverfur kraftur
kemur strax er sé ég þig aftur
Síðan Davíð og drottinn földu sig
dísus kræst þá hef ég þig
7/10 2005. © ILLUG
em-g-am-c-d-em
viðl.g-d-em-c-bm-g-c-em-c-d-g
Þið kannist öll við týpuna. Öll komment vel þegin góð og vond!
Gulli litli.
Tónlist | 25.4.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Brunkert, trommari ABBA dó fyrir stuttu. Þá fór ég í huga mínum að rifja upp að 1976 fékk ég í jólagjöf Bókina um Abba. Mamma gaf mér hana, ég held eingöngu til að hrekkja soninn. Þá var ég í þann veginn að uppgötva pönkið, Sex Pistol, Ramones og búinn að ganga í gegnum Kinks, The Beatles, Rolling Stones, Led Zepelin, Deep Purple, Slade og allann þann pakka. Stemningin var allavega þannig að Abba passaði ekki alveg inn í ímyndina á þeim tíma fyrir mig og mína vini. Móðir mín heitin hafði mikið dálæti á Öbbunum og hlustaði mikið, þannig að Abba tónlistin fór ekki fram hjá mér frekar en önnur vinsæl tónlist þess tíma. Móðir mín kenndi mér að meta ýmsa tónlist eins og Megas og Hörð Torfa sem upp úr 70 þótti ekki par fín músík og allir kepptust við að segja að Hörður væri hommi og Megas dópisti..Svo ég fari nú út í það sem ég ætlaði að skrifa um, þá gerist það árið 2006 að ég er að vinna freelance hjá fyrirtæki sem heitir Nortic Rentals a/s í Vejle. Þeir leigja út sviðsgræjur hljóð og ljós og sviðið sjálft. Sjá um tónleikaferðir hljómsveita. Bo sem er verkefnisstjóri kemur til mín og segir: ert þú til í að keyra fyrir mig vörubíll með græjurnar fyrir Status Quo í 2 mánuði Evróputúr sem endar á Írlandi? Ég rifjaði upp í skyndi þegar ég fór á tónleika með Status Quo sautjánhundruð og súr í Reiðhöllinni. Gildran hitaði upp og var sextíuogsjösinnum betri. Eftir þá umhugsun sagði ég nei takk. O.k. sagði Bo, þá keyrirðu fyrir mig Abba show um Skandinavíu í einn og hálfann mánuð. Ég sló til og keyrði Abba show um Danmörk, Svíþjóð og Noreg og hafði gaman af. Á fyrsta konsertinum uppgötvaði ég að ég kunni hvern Abba tón í öllum lögum og söng með allan tímann. Ég játa, mér finnst Abba lögin skemmtileg og fannst það líka á meðan á pönkinu stóð en þá var bara ekki hægt að segja það..
Gulli litli björnsogbennys...
Tónlist | 19.3.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bob Dylan heldur tónleika á Íslandi í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 15.3.2008 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)