Gulli litli bjargar heiminum...

Jæja, gott fólk. Nú skulum við skreppa til Útopíu þar sem hinn risavaxni einræðisherra Gulli litli ræður ríkjum. Verður nú lesinn upp fyrirferðamikill aðgerðapakki í þágu heimila. Þessir þrjúhundruðþúsund hagfræðingar landsins taki nú eftir....

1. Laga veðrið. Stytta veturinn um þrjá mánuði og koma því þannig fyrir að þegar blæs, sé alltaf meðvindur. 

2. Gefa auðmönnum þessa stórskuldugu banka. Það væri þeim mátulegt. Kostar nokkur símtöl til London og Monakó svona rétt á meðan að það er verið að hafa upp þeim, því ekki virðast þeir lengur finnast á Íslandi.

3. Leyfa súlustaði. Það er eingöngu vegna sögulegs gildis. Ingó baby opnaði fyrsta súlustaðinn fyrir góðum þúsund árum einmitt í Reykjavík. Auk þess sem olíuborpallar nútímans eru flestir byggðir á súlum..

4. Gefa lífeyrissjóðum landsmanna verðtrygginguna. Með því móti yrði lífeyrir okkar verðtryggður en ekki skuldirnar okkar.

5. Alþingi fær nýtt aðsetur; Eyði á Langanesi. Kofinn við Austurvöll er ætlaður hústökufólki svo verktakar fái frið til að gera ekkert við húsin sín.

6. Árni Johnsen verður dómsmálaráðherra og ætlað að hafa yfirumsjón með byggingum og framkvæmdum ríkisins, honum til aðstoðar er Lalli Johns, Jón Ásgeir Jóhannesson fjármálaráðherra(þar sem hann er nú komin á fjárlög hvort eð er) með aðsetur á Asúreyjum, Davíð Oddson sérlegur aðstoðarmaður og upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra, Árni Matt heilbrigðismálaráðherra. Þar kemur að góðum notum þekking hans á dýralækningum, og sérþekking á hinum alíslenska stofni, rándýrum. Geir H Haarde verður auðvitað forsætisráðherra því hann gerir ekki neitt. Ég verð svo auðvitað forstjóri Kreppu holding group company ltd, sem er sérstakt hlutafélag í eigu Haugur group sem á svo allt hlutaféð í Faraátaugum group holding sem yfirtekur öll helstu fyrirtæki í eigu sjálfstæðismanna sem hirða gróðann og þið þegnar góðir, eigið skuldirnar sem ekki eru lengur verðtryggðar.....takið eftir því.

7. Ekkert. Þessi liður er til vara ef ég skildi hafa gleymt einhverju mikilvægu..

8. Kasta krónunni og taka upp aur. 

9. Steingrímur J, seldur til Noregs.

10. Loka seðlabankanum og nota húsnæði hans sem tónlistahús, Björgúlfur er of blankur til að klára hitt.

11. Kvótinn gefinn sem þróunaraðstoð til Afganistan og lækka launin hjá þessu pakki sem vinnur hjá HB Granda svo að sé nú hægt að greiða einhvern arð til eigenda...

 

Kannski hef ég gleymt einhverjum smáatriðum sem skipta auðvitað engu máli..

 

Kjósið X-svikogpretti og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

 

Gulli litli 1. sæti Aarhus nord.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég bugta mig og beygi, Gulli ég held að það sé meira vit í þessu en mörgu sem kemur af Alþingi Íslendinga, maður getur að minnsta kosti brosað hjá þér. Fer lítið fyrir því í pólitíkinni.

Rut Sumarliðadóttir, 17.4.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta lítur bara vel út Gulli, svo þarftu bara að passa þig á því að standa ekki við neitt svo hægt sé að lofa aftur því sama við næstu kosningar. Það hefur aldrei klikkað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú byrjaðir rosa vel og áttir stórkostleg tækifæri en........

..........eitthvað hefur þú verið utangátta í lið 6, Gulli þingmaður.  Nóvei að ég nenni að horfa á Rip, Rap og Rup (Davíð, Geir og Árna)  lengur í sjónvarpinu.

Þá kýs ég frekar Öndvegisflokkinn, X-Ö..... Ö er ekkert Bö.

En ef þú endurskoðar lið 6 mun ég endurskoða mitt atkvæði.  Það má jú alltaf krassa yfir ef maður skiptir um skoðun. 

Anna Einarsdóttir, 17.4.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Gulli litli

Rut; Ég treysti á þitt atkvæði..

Axel; Hafðu engar áhyggjur, ég stend ekki við neitt af þessu, ég ætla að lifa af þessu.

Anna; ég get alltaf fært lið 6 í lið , þá veit ég að þú velur mig sem framtíð Íslands..

Gulli litli, 18.4.2009 kl. 07:15

5 Smámynd: Gulli litli

Lið 6 í lið 7 á þetta að vera..

Gulli litli, 18.4.2009 kl. 07:16

6 Smámynd: Brattur

Forðist eftirlíkingar.... Ö ER EKKERT BÖÖÖÖÖÖÖÖ!

Brattur, 18.4.2009 kl. 12:25

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ

Guðni Már Henningsson, 18.4.2009 kl. 16:49

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Liður 7. er skýr & stefnumarkandi, lifi Gulli !

Steingrímur Helgason, 19.4.2009 kl. 00:13

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

J'a, í lið 7 er nákvæmlega EKKERT sem ég gæti ekki sætt mig við!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 00:02

10 Smámynd: Gulli litli

Ég sé að ég á þónokkuð fylgi...kannski er minn tími kominn....

Gulli litli, 24.4.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband