Hér eru nokkrar...

ástæður þess að ég hef ekki getað bloggað.

Þannig var að daginn eftir síðasta blogg ákvað ég að drífa mig upp(tölvan er uppi) og blogga. Vildi þá ekki betur til er ég var að hlaupa í ákafa upp stigann að ég hrasa og fótbrotna. Í gifsi upp í nára samdi ég við konuna um að fara upp og ná í tölvuna mína. Hún gerði það og ég byrjaði að blogga samkvæmt mínum dýpstu gáfum eins og ég geri alltaf. Þá gerist það að harði diskurinn í tölvunni kveður þetta líf að því virðist ekki með neinum söknuði. Nú, frekar en að gefast upp fæ ég tölvu lánaða hjá konunni og var nú kominn á gott skrið með að blogga er danskur fáviti á Catepillar skurðgröfu grefur í sundur strenginn þannig að það er ekkert internetsamband! Ég hefði handskrifað bloggið og sent bréf á Mbl ef konan hefði ekki farið í vinnuna með eina pennann sem til er á heimilinu svo átti ég ekkert frímerki.

Þetta er allt saman haugalygi, ég hef bara ekki nennt að blogga...

Gulli litli aumingi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ha, ha.. nú bjargaðir þú deginum mínum;o)

Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Gulli litli

gaman ad geta bjargad einhverju tegar madur er svona latur....

Gulli litli, 1.4.2008 kl. 22:34

3 identicon

hahaha :) bjargaði mínum degi líka ... góðar kveðjur í húsið

Stína

Stína Blö (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leitt að heyra þetta með fótinn. Hvernig gengur með hækjurnar? Þegar ég fótbrotnaði fyrir tveim árum gekk mér bölvanlega að ferðast á hækjum. Þannig að innanhús ferðaðist ég um á skrifstofustól.

Bloggraunir þínar minna nokkuð á vandræði Kára í sömu málum fyrir ekki margt löngu.

  

Farðu vel með þig svo þú endir ekki svona.

Kveðja,

 Axel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Gulli litli

Ég hef sem betur fer aldrei fótbrotnað nema í lygasögunni hér á undan. Er ekki viss um að ég gæti gengið á hækjum......en Axel, ég skal reyna að passa mig og far þú sömuleiðis vel með þig....Kveðja.

Gulli litli, 3.4.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ok. Góður!

Ég sem ætlaði að passa mig á 1.4.

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband