Bloggar | 21.8.2009 | 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við það eitt að lesa færslu Zteingríms zzzzzznillings og að lesa fréttir af metaðsókn í gleðigönguna er mér samkynhneigð ofarlega í huga. Eftir að Magga í einni reykpásunni fyrir nokkrum árum, leyfði samkynhneigðum að giftast, verð ég ekki mikið var við umræðu um réttindi þeirra. Ég veit ekki annað en að samkynhneigðir hafi sömu réttindi og gagnkynhneigðir. Fyrirgefið fáviskuna....en er það ekki eins á Íslandi? Alla vega, fyrir stuttu var ég á göngu hér fyrir utan blokkina mína í Aarhus og hitti þar á róluvelli nokkra krakka úr hverfinu og úr blokkinni minni. Þar sem mér finnst börn almennt vera gáfaðri en við sem eigum að teljast fullorðin, gef ég mér yfirleitt tíma til að spjalla við þau. Það gerði ég einnig þarna. Ég hlustaði á skemmtilegar sögur úr sumarfríum þeirra um víðan völl, frændi eins er í fangelsi af því hann er þjófur, mamma eins vill ekki kaupa nýtt hjólabretti eftir að hann var búinn að týna tveimur, og pabbi einnar stúlku er feitur og rekur við, vasapeningar annars voru skornir niður úr 50 kr í 20 af því hann kom of seint heim. Í þessum fjörlegu umræðum snýr sér drengur af arabískum uppruna og segir; Hvar er maðurinn þinn núna? Þessi drengur býr í mínum stigagangi og við erum góðir vinir. Hm.. segi ég...á ég mann? Já .....sendibílakallinn. Af hverju heldurðu að hann sé maðurinn minn? spyr ég spekinginn. Þið búið í sömu íbúð svaraði hann. Já en....hann er ekki maðurinn minn sagði ég þá. Jú, sagði sá stutti, þið heitið það sama "til efternavn". Já auðvitað......en fannst þér ekkert skrítið þegar við vorum þrír með sama eftirnafn í íbúðinni? Jú það var svolítið skrítið.....eru þið búnir að skilja við hann? Þegar hér var komið sögu var mér orðið illt af innri hlátri. Ég skýrði út fyrir þessum heimspekingum í stuttu máli hvernig nafnavenjur við hefðum á Íslandi og hvers vegna við bræðurnir hefðum sama eftirnafn. Það var hinsvegar dásamlegt að finna fyrir fordómaleysi þessa drengs sem þótti alveg sjálfsagt að við hefðum allir þrír verið hjón, og svo ákveðið að skilja við einn þegar hann flutti út. Það eru mikið breyttir tímar sem betur fer.
Gulli litli gaysilega snjall....
Bloggar | 10.8.2009 | 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég er búinn að sjá það að ég er vel hæfur til að stýra banka......Nú fær einhver hroll, ég veit það. Því saga mín í viðskiptum er ekki glæsileg. En miðað við Björgólf sem tapaði nærri hundrað þúsund milljónum(ég veit ekki hvað það eiga að vera mörg núll í þessu) á sínum síðustu viðskiptasjónhverfingum, þá....ja þá þarf ég engan kinnroða að bera. Nú ætla ég í næstu 56 bloggfærslum að reyna að koma í stafi svona helstu afrekum mínum á viðskiptasviðinu í von um góða stöðu, með sæmilegum bónusum fyrir klúður. Í júní 1965 vann ég minn fyrsta stórsigur í bissnes og hefur ekki fölva slegið á þá sigurgöngu síðan. Þá var mér skotið sem ómálga barni inn í kristna trú. Það sem meira er...að ég var ekki spurður álits. En trúmál, það er aftur annar bissnes. En aftur að afrekum mínum í viðskiptalífinu. Afi minn í móðurætt gaf viðskiptajöfrinum 500 krónur í skírnargjöf, inn á sparisjóðsbók í Landsbankanum. Þetta voru mikil auðæfi þá er mér sagt. 1982 tók ég þessa summu út hugðist leggjast í fjárfestingar og fyrirtækjayfirtökur. Er skemmst frá því að segja að höfuðstóllinn plús vextir í 17 ár, dugðu fyrir kókflösku og pylsu...með öllu. Eftir þetta lá leiðin bara beint uppá við. Fyrir fermingapeningana 50 þúsundir gamlar og góðar íslenskar krónur var keyptur forláta Moskwish 1967 árgerð með bilaðan annan gír og bremsulaus. Þetta var eðalfjárfesting sem hefði í dag verið boðleg hvaða skattaskjóli sem er. Moskinn bar beinin í Skefilstaðahreppnum, eftir að hafa molnað eins og kristalvasi, við það eitt að renna lúshægt á húsvegginn vegna bremsuleysis. Það voru mörg kíló af gæðaefninu P-38 sem var sópað upp undir eldhúsglugga móður minnar, af skömmustulegum viðskiptarisa, undir vökulu fjármálaeftirliti mömmu og með einu pennastriki var fjárfestingin afskrifuð úr reikningum félagsins. Seinna á lífsleiðinni átti ég marga góða spretti í skjótfengnum gróða, þénaði mikið neikvætt eigið fé í bílabraski. Komum seinna að því. Með því að moka flórinn óaðfinnanlega í langan tíma fékk ég svo leyfi móður minnar til að kaupa skellinöðru. Nú skildi grætt. Suzuki ac 50 fákur, alveg ljómandi ljótur kom hóstandi í hlað. Fegurðin er ekki allt. Ég sá þarna gott tækifæri á að lappa græjuna upp og græða svo mikið að mamma myndi aldrei minnast á rússnesku Moskagróðamaskínuna mína framar. Sem minnir mig á það já......Súkkan er líklega enn í hlöðunni heima. Nú þyngdist heldur róðurinn við að sannfæra hluthafa um mína fjárfestingastefnu og hafnaði kjölfestufjárfestirinn mamma mín, algerlega sérþekkingu minni á viðskiptum. Ég náði þó í gegn einum bulletproof díl. Ég keypti rafsuðutransara. Fór á suðunámskeið að Hólum í Hjaltadal til að fullkomna dílinn og komst að því þar að rafsuðutransarar væru komnir á Þjóðminjasafnið innan um rokka og strokka, því allir notuðu argonsuður nú. Sem minnir mig svo aftur á það að ég krafðist þess að keypt yrði forláta Beta vídeótæki á heimilið til framtíðar, en ekki VHS, því Beta tækið væri augljóslega komið til að vera til framtíðar með fjögur græn ljós en hitt bara tvö. Þeir sem eldri eru en tvævetur, vita hvernig það þróaðist. Skildu nú leiðir okkar mömmu fljótlega í viðskiptum því hún vissi auðvitað ekkert um alvöru bissness. Lagði bara inn og tók út hjá KS. Eftir langan lista af vel misheppnuðum viðskiptum, sem er of langt mál að telja upp hér, komst ég loksins í afburða góða inntekt á neikvæðu eiginfé. Nú var svo komið að ég gat valið úr. Ég stóð á krossgötum. Valið stóð á milli þess að kaupa vöruflutningabíl eða kaupa trillu! Ég með mitt afburða viðskiptanef sá það langar leiðir að bátaútgerð var gamaldags og hallærisleg og til þess fallin að maður gæti átt það á hættu að fá úthlutaðan kvóta og verða sterkefnaður kannski. Vöruflutningabransinn varð ofan á og græddust mér ótrúlegar upphæðir, og óð uppundir hendur í neikvæðu eiginfé, þökk sé skipafélögum landsins og auðvitað afburðaþekkingu undirritaðs á viðskiptum. Sökum bankaleyndar verður ekki upplýst hversu miklu fé var varið í þessa hugmynd. Förum nú hratt yfir sigurgöngu Gulla litla í viðskiptum og stiklum á stóru. Árið 2007 sá gúrúinn fram á að hann væri að missa af lestinni og sá sig tilneyddann að skella sér í fasteignaviðskipti í Danmörku. Heimsyfirráð eða dauði. Hann var reyndar hokinn af reynslu úr þeim bransa eftir að hafa um árabil stundað fasteignaviðskipti........á Skagaströnd áður. Eignaumsýslufélagi Gulla litla í Danmörku var svo lokað um daginn og fasteignin seld og náðist þar enn inn töluvert neikvætt eigið fé. Ljóst er að tap Gulla litla er töluvert eftir langan veg og afburða kænsku í viðskiptum. En tap mitt samanlagt alla ævi með öllum mínum tilþrifum, kæmi ekki fram sem komma í bókhaldi Björgólfs. Er ekki sanngjarnt að Gulli litli fái nú eins og einn banka sér til eignar og ábúðar? Hugsa að ég yrði að leggja mig alveg sérstaklega fram til að ná í viðlíka tap og Bjöggi...
Ekki missa úr sigurgöngu Gulla Thor..
Bloggar | 7.8.2009 | 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 5.8.2009 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hafi það farið fram hjá einhverjum, þá er ég haldinn yfirþyrmandi áhuga á tónlist af öllum tegundum. Það er engin tónlist sem ekki fær tækifæri hjá mér. Yfirleitt finn ég eitthvað í allri tónlist sem mér líkar við og skil. Mér finnst líka flestar konur fallegar og sé yfirleitt eitthvað fallegt við allar konur. Hvað er ég nú að blanda þessu saman? Jú, sjáið nú til. Júróvisjon var í gærkvöldi. Ég horfði á það til enda með jákvæðu hugarfari. Ég verð að viðurkenna að mér líkaði það sem ég sá en ekki allt sem ég heyrði. Fyrir augu bar samansafn af yndislega fallegum mjólkurkirtlum, dinglandi á fallegum skrokkum og mikið af loftfimleikabringuhárum. Semsagt mikið af fögru fólki til að gleðja augað en af sama skapi lítið fyrir eyrun. Ég tek það fram að Jóhanna söng vel, hið ágæta lag og það sem meira var, hún var fullklædd. Það gerir mig bara stoltan. En júróvisjon fær hærri einkunn hjá mér sem pornósýning en tónlistakeppni.....sem þýðir að ég horfi alltaf á Júróvisjon en hlusta sjaldan....
Gamall og geðvondur Gulli litli..
Bloggar | 17.5.2009 | 17:16 (breytt kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
til að vinna í sláturhúsi pabbi er það ekki?..Svona hljóðaði spurning sjö ára dóttur minnar eftir miklar umræður um afdrif grísanna í illa lyktandi flutningabílnum sem við ókum á eftir á leiðinni heim. Minnugur vinnu minnar á blóðbandi KS fyrir þrjátíu árum, vinnu minnar á svínasláturhúsi, sem flutningabílstjóra akandi yfir sauðfé og annan búfénað, sem frystitogarasjómanns stundandi fjöldamorð á fiski, auk þess að vera alinn upp í sveit þar sem lífið er murkað úr dýrunum á haustin, varð ég eins og guð í framan eins og Þórbergur við Helgu litlu og sagði; Ehhh ah hm....auðvitað elskan....pabbi myndi aldrei vinna í sláturhúsi....Smá afsláttur af samviskunni..........Hvað hefðir þú sagt? Ég bara spyr......Ég ætla líka aldrei að vinna í sláturhúsi....framar.
Gulli allsherjargoði.
Bloggar | 30.4.2009 | 17:04 (breytt kl. 17:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verð bara að fá að skjóta inn í umræðuna því ég veit að meira en hálf þjóðin tekur mark á mér og bara mér. Mér hefur sjaldan verið eins skemmt og þegar Kolröng Halldórsdóttir sagði í fréttum að hún væri á móti rannsóknum og vinnslu á Drekanum........Ég meina af hverju sagði hún ekki bara; Það er bannað að kjósa mig! Í gærkvöldi var svo Ámótigrímur sveittur í fréttunum að reyna að breiða yfir bullið í Kolröngu. En nota bene, hún bjargaði hreindýrskálfinum! Nú er svo komið að ég neyðist til að kjósa sjálfan mig.....
Gulli litli sómi Íslands, sverð þess og skjöldur..
Bloggar | 24.4.2009 | 09:55 (breytt kl. 10:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja, gott fólk. Nú skulum við skreppa til Útopíu þar sem hinn risavaxni einræðisherra Gulli litli ræður ríkjum. Verður nú lesinn upp fyrirferðamikill aðgerðapakki í þágu heimila. Þessir þrjúhundruðþúsund hagfræðingar landsins taki nú eftir....
1. Laga veðrið. Stytta veturinn um þrjá mánuði og koma því þannig fyrir að þegar blæs, sé alltaf meðvindur.
2. Gefa auðmönnum þessa stórskuldugu banka. Það væri þeim mátulegt. Kostar nokkur símtöl til London og Monakó svona rétt á meðan að það er verið að hafa upp þeim, því ekki virðast þeir lengur finnast á Íslandi.
3. Leyfa súlustaði. Það er eingöngu vegna sögulegs gildis. Ingó baby opnaði fyrsta súlustaðinn fyrir góðum þúsund árum einmitt í Reykjavík. Auk þess sem olíuborpallar nútímans eru flestir byggðir á súlum..
4. Gefa lífeyrissjóðum landsmanna verðtrygginguna. Með því móti yrði lífeyrir okkar verðtryggður en ekki skuldirnar okkar.
5. Alþingi fær nýtt aðsetur; Eyði á Langanesi. Kofinn við Austurvöll er ætlaður hústökufólki svo verktakar fái frið til að gera ekkert við húsin sín.
6. Árni Johnsen verður dómsmálaráðherra og ætlað að hafa yfirumsjón með byggingum og framkvæmdum ríkisins, honum til aðstoðar er Lalli Johns, Jón Ásgeir Jóhannesson fjármálaráðherra(þar sem hann er nú komin á fjárlög hvort eð er) með aðsetur á Asúreyjum, Davíð Oddson sérlegur aðstoðarmaður og upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra, Árni Matt heilbrigðismálaráðherra. Þar kemur að góðum notum þekking hans á dýralækningum, og sérþekking á hinum alíslenska stofni, rándýrum. Geir H Haarde verður auðvitað forsætisráðherra því hann gerir ekki neitt. Ég verð svo auðvitað forstjóri Kreppu holding group company ltd, sem er sérstakt hlutafélag í eigu Haugur group sem á svo allt hlutaféð í Faraátaugum group holding sem yfirtekur öll helstu fyrirtæki í eigu sjálfstæðismanna sem hirða gróðann og þið þegnar góðir, eigið skuldirnar sem ekki eru lengur verðtryggðar.....takið eftir því.
7. Ekkert. Þessi liður er til vara ef ég skildi hafa gleymt einhverju mikilvægu..
8. Kasta krónunni og taka upp aur.
9. Steingrímur J, seldur til Noregs.
10. Loka seðlabankanum og nota húsnæði hans sem tónlistahús, Björgúlfur er of blankur til að klára hitt.
11. Kvótinn gefinn sem þróunaraðstoð til Afganistan og lækka launin hjá þessu pakki sem vinnur hjá HB Granda svo að sé nú hægt að greiða einhvern arð til eigenda...
Kannski hef ég gleymt einhverjum smáatriðum sem skipta auðvitað engu máli..
Kjósið X-svikogpretti og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
Gulli litli 1. sæti Aarhus nord.
Bloggar | 17.4.2009 | 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Á dögunum talaði ég við pabba minn sem ég geri auðvitað allt of sjaldan. Eftir að hafa talað um daginn og veginn (hann er gamall flutningabílstjóri), trúði hann mér fyrir því að fósturmóðir mín saknaði okkar svo mikið að hún væri farin að hlusta á tónlist eftir mig! En svo mikið sagðist hann þó ekki sakna okkar. Mér fannst þetta auðvitað bráðfyndið og þá rifjaðist upp fyrir mér þegar Tinna mágkona mín kom einu sinni í heimsókn. Þar sem hún er töluvert yngri en undirritaður, hafði ég áhyggjur af að henni leiddist dvölin og stakk upp á að hún færi út á lífið að djamma. Hún svaraði; ég er hingað komin til að hitta ykkur, ekki til að skemmta mér...............Ég kann ákaflega vel að meta hreinskilni...
Gulli litli skemmtikraftur..
Bloggar | 8.4.2009 | 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 2.4.2009 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)